Hr og frú Sigurðarson

Uppáhalds norski bróðir og uppáhalds norska mágkona giftu sig mánudaginn 4 ágúst í sól og sælu í Bergen.  Var með þeim í anda og bíð spennt eftir myndum.  

Elsku krúttin mín - til hamingju með daginn, með að vera orðin herra og frú og svo að eiga hringa Heart  Þá eiga foreldrar mínir bara eitt barn sem lifir í synd Shocking ***bendiíáttaðhafnfirskabróður***.     Annars gifti ég mig eftir rúmlega 2 ára samband - Norski bróðir prufukeyrði nú sína (frú) í 12 ár eða svo áður en hann sagði JÁ.  Hafnfirski bróðir er enn að prufukeyra, um 20 árum eftir fyrsta reynsluaksturinn Blush  En það hlýtur að koma á endanum.  Langamma gifti sig á áttræðisafmælinu sínu. 

Annars mest lítið að gerast - sælunni/sumarfríinu er að ljúka.  Frúin skal mæta í vinnu á mánudagsmorgun.  Það verður fínt.  Þó svo ég hafi nóg að gera heima hjá mér þá verður líka fínt að hitta annað fullorðið fólk.  Ég er búin að ná fínni afslöppun í þessu fríi og er búin að njóta þess að vera heima með strákunum í sumar.  Er búin að vera í sumarfríi síðan um miðjan júní og það eru sko forréttindi sem ég er óskaplega þakklát mínum vinnuveitendum fyrir.

Bræður eru bara sáttir við lífið, svona að mestu leyti.  Væru til í að fá að vaka ennþá lengur á kvöldin ( eins og sé ekki nóg að vera sofnaðir um 11 leytið ) og óheftan aðgang að tölvukosti heimilisins.  Væri svo sem ekki verra að fá pening reglulega og geta keypt sér EM fótboltamyndir og EM tyggjó en það hafa ekki verið stórar kvartanir út af því ennþá.  Afi og amma komu með glaðning frá Noregi - dót, bækur og DVD.  Svo sendi frú Olla þeim nammi og blýanta.  Nammið vakti nú meiri lukku Kissing  Bræður horfðu hissa og glaðir á mömmu sína þegar hún sagði að þeir mættu ráða alveg sjálfir hvernær þeir borðuðu það - mættu borða allt í einu ef þeir vildu.  Ekki tímdu þeir því nú og nammið dugði í næstum sólarhring a.m.k hjá JA

Fótlama sonur haltrar enn um og hefur ekki komist á fótboltaæfingu í meira en tvær vikur.  Við fórum til læknis í gær sem sendi okkur í myndatöku í dag.  Við fórum líka í hjólabúð og keyptum nýtt afturdekk á hjólið hans JA - það er búið að "skransa" í næstum 4 mánuði stanslaust og dekkið gaf sig endanlega í morgun.  Við ætluðum að kaupa dekk á hjólið fyrir SÁ líka enda er það nánast jafn slitið og gamla dekkið hans JA var en þá átti búðin bara eitt dekk. Vonandi lifir dekkið samt fram yfir helgi.

Hér eru ekki merkileg plön fyrir helgina - ætlum ekki í útilegu - bóndinn ætlar að vinna í þakinu, ég ætla að þrífa húsið , draga fram saumavélina og jafnvel fara með bræður í sund.    Kemur í ljós hvort þessi plön verða að veruleika eður ei!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig og frú Sigurðarson, myndirnar eru í vinslu  og ég í afslöppun, sennilega koma engar myndir fyrr en á sunnudaginn, þú verður bara að bíða róleg.

Skemmtilega athöfn og skemmtilegt fólk, skrifa um þetta á bloggið um helgina, hef bara ekki komið mér í gang ennþá. Átti 2 mjög þunga vinnudaga í vikunni og ætla að hvíl mig um helgina.

Enn og aftur takk fyrir okkur og bestu kveðjur frá Hr & Frú Sigurðarson.

Hr. Sigurðarson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:58

2 identicon

Já ég segi líka takk fyrir mig og hr. Zoëga-Jóhannsdóttur!

Norska mágkona (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband