13.8.2008 | 00:34
Kaldur hversdagsleikinn
tekinn við - hinu 7 vikna sumarfríi mínu er sem sagt lokið og ég var mætt í vinnuna rétt rúmlega 8 í morgun. - þótt það væri dálítið erfitt að vakna í morgun þá var nú samt gaman að hitta vinnufélagana og gera áhlaup á pappírshlaðana sem biðu á skrifborðinu.
Bræður sváfu vært þegar mamma fór í vinnuna. 3 pakkar af morgunkorni , diskar og skeiðar voru á eldhúsbekknum og mjólk í ísskápnum. Svo var síminn á eldhúsborðinu og bæði símanúmer hjá mömmu og pabba. Bræðrum finnst sport að vera einir heima. Ekki stóð þó til að bræður yrðu einir heima þar til mamma kæmi úr vinnunni. Þeir áttu að hjóla til ömmu þegar búið væri að klæða sig og borða morgunverð. Gsm síminn minn hringdi rúmlega 9, JA var kominn á fætur og búinn að klæða sig en átti eftir að borða morgunmat. Samtalið var þó ekki langt. Tveimur mínútum seinna hringdi síminn aftur - þá var það hinn sonurinn. Það samtal var heldur ekki langt. Það er spennandi að hringja sjálfur og algjör óþarfi að rétta símann á milli sín.
Eftir vinnu og viðkomu hjá hárgreiðslufrænku ( bræður voru komnir í pössun þangað ) komum við heim. Morgunkornspakkarnir voru ennþá á borðinu, mjólkin ennþá á eldhúsborðinu , slatti af seriosi á gólfinu og töluvert af blautu seríosi í vaskinu. Annar bróðirinn hafði samt rænu á að setja diskinn sinn í uppþvottavélina
Amma í rauða húsinu kemur til með að bjarga málunum þar til skólinn byrjar. Svo er óvíst hvernig staðan verður þegar skólinn byrjar. Samkvæmt síðustu fréttum úr bæjarslúðrinu er ekki enn búið að fá starfsfólk til að sjá um Skólaselið ( gæslu eftir skóla ) Þó svo bræður séu ekki smábörn lengur þá eru Þeir heldur ekki nógu gamlir til að vera einir í tvo til þrjá tíma á dag. Er urrandi fúl yfir þessu, sérstaklega þar sem fyrri starfsmenn voru alveg frábærar konur sem héldu utan um og önnuðust börnin með umhyggju og kærleika en samt góðum aga. En það rætist vonandi úr því.
SÁ sem er búinn að haltra um í 3 vikur er kominn í gifs Fór í myndatöku fyrir helgi og niðurstöður komu í dag. Sprunga í beini við ökklann. " Hvers lags nagli er þessi drengur " ? spurði læknirinn í dag þegar hann hringdi með niðurstöðurnar. Það er von að hann spyrji - strákur er og hefur alltaf verið harður af sér - nema þegar hann sér blóð , þá verður ástand og óhljóð eins og himinn og jörð séu að farast.
Skólinn byrjar eftir tæpar tvær vikur - bræðrum er slétt sama, vita að þá má maður ekki lengur fara út eftir kvöldmat.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.