að fá sér nýjan pabba, t.d Rónaldó ?

Fótboltaæfingar hafa greinilega vakið upp áhuga á fólbolta og íþróttum yfir höfuð hjá SÁ - "Manstester" er sko besta liðið og "Kristían Rónaldó" besti maðurinn.   Strákur er farinn að fylgjast með fréttum og úrslitum leikja - bæði af enska boltanum og þeim íslenska.

Fyrir stuttu lét hann mig vita af því að hann vildi að Rónaldó væri pabbi sinn.  EN hann þyrfti þá að búa í Grindavík OG tala íslensku.  Fyrir utan að leyfa SÁ að sjá alla leiki "Manstester" og kenna honum fótbolta þá gæti Rónaldó líka spilað með Grindavík og komið þeim ofar í deildinni.

Það hefur hins vegar ekki komist til umræðu hvort umræddur Rónaldó eigi að búa hér á heimilinu eða ekki.  Heldur ekki hvort gamli pabbinn eigi að vera hér áfram eða ekki !

Stráksi heldur áfram að vera duglegur á gifsinu en ofkeyrði sér í fyrradag - nánast grét af verkjum eftir langan dag.  Gærdagurinn var því rólegur og strákur lítið á ferðinni.  Honum líður betur núna og er rokinn út  á hjólinu.

6 dagar í skólasetningu og tilfinningin gagnvart skólanum er sú sama "  oooohhhhh - ég nenni ekki í skólann "  Þeim langar nú samt báðum í nýtt pennaveski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband