Skóli á morgun

Það kom að því að skólinn byrjaði aftur.  Skólasetning búin og bræður búnir að hitta bæði kennara og bekkjarsystkini aftur.  Smile  Þótt því væri neitað næstum fram á síðasta dag þá kom það nú í ljós að það var dálítið gaman að fara aftur í skólann.

Bræður fá að hafa sömu kennara aftur - en eru báðir komnir í svokallaðar útistofur.  Þeim finnst það bara "kúlt" en mamman er ekki eins ánægð með það.  Verður bara að koma í ljós hvernig gengur.

Tilraunir til að koma bræðrum fyrr í rúmið og fyrr á fætur undanfarið hafa ekki gengið neitt sérlega vel.  SÁ vaknaði þó nógu snemma í morgun til að horfa á handboltann en bróðir hans sá enga ástæðu til að koma  sér á fætur fyrr en í hálfleik.  Hefði eflaust sofið lengur hefði hann fengið frið til þess.

Sæludögunum " aleinir heima " er því formlega lokið - í bili allavega.  Bræður voru afskaplega fámálir um síðustu dagana heima - sögðust ekkert hafa farið í tölvuna, ekkert hafa meira hringt og ekki gert neitt " nema bara dunda sér eitthvað "   Jahá - hljómar ekki traustvekjandi hjá næstum 7 ára orkuboltum sem vita varla hvað það er að "dunda sér "   Foreldrar eru nokkuð vissir um að bræður hafi hvorki stundað fjárhættuspil á netinu né haldið partý heima.  Við bíðum bara eftir að fá næstu síma og kreditkortareikninga til að sjá hvort þar sé einhver " glaðningur"

Fórum í afmæliskaffi til frænda sem er orðinn 12 ára.  Hann ber aldurinn vel, er fallegur eins og frænka sín.  Shocking  

Fótboltamót hjá bræðrum á þriðjudag.  SÁ ætlar lætur sig ekki vanta - vill fá búning eins og hinir þó svo hann sé í gifsi og geti ekki leikið.  Hann er ennþá í liðinu og ætlar að vera á bekknum og hvetja sína menn.  Ekki spillir fyrir að það er pizza í boði að móti loknu.

Á miðvikudaginn er svo stóri dagurinn  -  Gifsið burt.  Strákur telur niður og getur varla beðið.  Við eigum pantaðan tíma hjá bæklunarlækni á miðvikudaginn og vonandi kemur myndatakan vel út.  Strákur er búinn að vera fótlama í 5 vikur og þar af 2 í gifsi.  

Best að koma sér í rúmið - mér veitir ekki af allri minni orku til að koma bræðrum á fætur i fyrramálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Fyrsti skóladagur eftir frí er alltaf big deal, sama hvað hver segir. Ég er viss um að krakkarnir hlakka til þess með blendnum tilfinningum, ekki lengur hægt að vaka lengi og sofa út, en á móti kemur að þau þrífast jú best á reglu og í einhverju prógrammi. Ég man hvernig mér fannst alltaf æðislegt að þefa af strokleðrinu mínu þegar ég var að byrja aftur í skóla. Lykt af strokleðri, það fannst mér æðislegt.....

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband