skólinn kominn í gang aftur og strákur laus við gifsið.

4 heilir skóladagar á þessu skólaári eru að baki hjá bræðrum.  Fyrsti dagurinn var dálítið spennandi þó svo að það hefði verið erfitt að vakna.  Það tókst nú samt sem áður og bræður mættu galvaskir í nýjum úlpum með skólatöskurnar á bakinu.

hafragrautur er vetrar og skólamorgunmatur.  Við skiptum hafragrautnum út fyrir Serios og " just right" í sumar en nú er hafragrauturinn kominn á matseðilinn aftur.  Grauturinn er góður, hann er hollur og seðjandi.  Samt greinilega ekki nógu seðjandi fyrir matargatið mikla ( SÁ ) sem kom heim með miða á öðrum skóladegi :  " virðist þurfa meira nesti ".   Ég er búin að troða vel í nestisboxið hans síðan.

Strákur er laus við gifsið Grin og mikil hamingja með það.  Fóturinn var reyndar dálítið óþægur fyrst og lét illa að stjórn en þetta er allt að koma.  Strákur hleypur reyndar ekki um ennþá en það verður varla langt í það.  Hann hlakkar allaveg til að mæta í næsta leikfimistíma. 

Það er sem sagt komin rútína á heimilið aftur eftir sumarið og mamman nýtur þess að hafa hljóð og ró á kvöldin þar sem svefn - og fótaferðartími bræðra hefur færst fram um nokkra klukkutíma.  Hins vegar finnur mamman vel fyrir þvi að það þarf að halda vel á spöðunum til þess að dagurinn gangi stórslysalaust fyrir sig.  Hér er dæmi um dag í lífi útivinnadi (hús)móður í úthverfi.

Vakna 6,50 - klæða sjálfa sig og snyrta - setja hafragraut í örbylgjuna - vekja bræður - láta bræður klæða sig - gefa að borða, setja nesti í skólatösku  - taka útiföt til - láta bræður tannbursta sig,  koma sér í úlpur og út í bíl á réttum tíma.  Er yfirleitt búin að stilla am.k einu sinni til friðar, reka nokkrum sinnum á eftir  þeim og fara 1-2 ferðir með töskur og föt út í bíl. 

7,45-755 - keyri bræðrum í skólann og fer svo sjálf í vinnuna.

8,30-15,00 / 15,30  Er í vinnunni - fer beint úr vinnu til að sækja bræður í gæslu.

16,00 - 19,00 - Komum heim - bera töskur, poka og föt inn úr bílnum - ganga frá því - taka 4 nestisbox úr skólatöskum, tæma þau og hreinsa.  Taka úr uppþvottavél, setja í uppþvottavél.  Setja/taka úr þvottavél og /eða ganga frá þvotti.  Ýmislegt "húsmóðurstöff" sem enginn tekur eftir NEMA það sé EKKI gert.  Láta bræður læra - elda mat - leggja á borð.

19,00 - 21,00 Borða og ganga frá í eldhúsi eftir mat - gera nesti fyrir bræður.  ( Það getur nú tekið tíma ef maður ætlar að bjóða upp á þokkalega heilsusamlegt og fjölbreytt nesti )    Hátta bræður , tannbursta þá og koma þeim í rúmið.  Lesa sögu.

21,00 - 22,00 Einhvern tímann á þessu bili tekur aukavinnan við  - oftast í 1-2 tíma.  Þá á eftir að finna föt á bræður og mömmu til að hafa tilbúin fyrir morgundaginn.  Undirbúa hafragrautnn fyrir morgundaginn - setja skálar og skeiðar á borð.

Háttatími milli 24,00 - 01,00

Þarna er ekki talinn með sá tími sem fer í að sinna þeim skiptum sem er kallað "mammmmmmaaaaa" og svo kemur eitthvað erindi þar á eftir.  Í gær þurfti t.d. að raða fótboltamyndum inni í ramma og hengja hann upp á vegg.  Ef bræður fara ekki að leika við vini ( eða vinir koma í heimsókn ) eru það ótal erindi og umræður sem þarf að svara og sinna.

Ef ég væri ofurhúsmóðir myndi ég einnig hafa haft tíma til að stunda líkamsrækt, sinna einhverju áhugamáli, hefði að sjálfsögðu þurrkað ryk og skúrað gólf fyrir utan að þrífa baðherbergi og láta forstofuna líta út eins og forstofu en ekki ruslakompu fyrir skó, reiðhjólahjálma og útiföt.  Nágrannakona eða vinkona hefði komið í heimsókn og hefði að sjálfsögðu fengið heimabakað  heilsubrauð með sérmöluðu kaffinu.  Þegar svefntíminn nálgaðist myndi ég að sjálfsögðu tæla bóndann inn í rúm og við stunda heitt ***líf fram eftir nóttu.

En - þar sem ég er ekki ofurhúsmóðir, heldur bara (hús)móðir í úthverfi, úfin um hárið og í ljótum teygðum bol merktum Byko.  : Elsku eiginmaður, þú sem ert búinn að sofa fyrir framan sjónvarpið síðan klukkan átta í kvöld  - því miður verður ekki dagskrá ofurhúsmóður í kvöld -ég er of þreytt InLove.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

fullt af knúsum og kossum til þín þó það nú væri fyrir að vera bara húsmóðir í hjáverkum  og útivinnandi húsmóðir

kveðja frá húsfreyju gumpinum sem er bara húsmóðir í fullu starfi og það er oft meira en að segja það

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 29.8.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband