3.9.2008 | 18:02
Einbeittur brotavilji ?
Bræður og fleiri strákar á þessum aldri safna spilum - fótboltaspilum og einhverju sem heitir "júgíó". Spilin eiga að vera heima þegar bræður fara í skólann en þeim þykja það mjög ósanngjarnar reglur og nota hvert tækifæri til að óhlýðnast þeim. JA er eiginlega hættur að nenna að standa í þessu - "vopnaleitin" sem grimm móðirin er farin að framkvæma á hverjum morgni á buxna og peysuvösum kemur í veg fyrir að spilin fari með.
En SÁ gefst ekki upp. Stundum heppnast þetta og stundum ekki. Í vikunni var mamman á góðri leið á háa cið - " flýta sér, drífa sig og við erum orðin of sein " hljómaði um húsið. Strákur er kominn í utanyfirpeysu og er á leið í skó þegar mamman rekur augun í stórt gat á hælnum á öðrum sokknum. Strákur er skrýtinn á svipinn og tregur til að skipta um sokka, segist alveg geta farið svona. Mamman heldur nú ekki, mætir með nýja sokka og byrjar að klæða stráksa úr götóttum sokkunum. þá skildi hún tregðu stráksa sem var með spilastokkinn vandlega falinn ofan í sokkunum .
Ég get ekki útskýrt þetta nema á einn hátt - einbeittur brotavilji
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
get ekki annað en vegna strákanna þinna, en með fulla samúð gagnvart þér
baráttu kveðjur
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 3.9.2008 kl. 21:14
Einu sinni vann ég í bókabúð sem seldi þessi spil og ég þurfti oft og mörgum sinnum að hringja í foreldra hér og þar í hverfinu og spurja hvort satt sé að barnið megi kaupa Júgíó fyrir 5000 kall........oftar en ekki kom foreldrið á ljóshraða að sækja snúðinn eða snælduna og segja þeim að setja peninginn aftur í sparibaukinn :-) Þannig að ég skil þig mjög vel og styð þig í þessu stríði :-)
Íris Ásdísardóttir, 4.9.2008 kl. 17:21
hér hurfu 1000 kr úr sparibauk um daginn - vildi að starfsfólið í sjoppunni hefði hringt. Þá væri sonur minn 1000 kr ríkari en bræður og frændi nokkrum fótboltamyndum fátækari. En takk fyrir stuðninginn - hann er velþeginn, sérstaklega á morgnanna
Húsmóðir, 4.9.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.