8.9.2008 | 18:09
allt og ekkert
Loksins hef ég smá tíma til að blogga á kristilegum tíma en er þá alveg tóm - það er kannski bara svona gott að vera einn heima að heilastarfsemin næstum lamast. það gerist ekki oft að ég sé ein heima og ég nýt þess að hafa ró í húsinu og eiga smá tíma með sjálfri mér.
Bræður eru úti - búnir að læra fyrir morgundaginn og fóru svo í sitthvora áttina. Þeir hafa gert frekar mikið af því í sumar. - fara ekki saman út og leika við sitthvora félagana. Veit ekki hvort þetta er einhver sjálfstæðisbarátta eða hvort þetta sé ein mynd samkeppninnar sem hefur verið við lýði hjá þeim síðan þeir fæddust. Hún birtist í ýmsum myndum - það var lengi sorg yfir því að annar bróðir væri stærri en hinn - minni bróðir fékk þó uppreisn æru þegar hann fann það út að hann væri með fleiri stafi í nafninu sínu og svo má lengi telja.
Það er nákvæmt bókhald yfir það hver fær að velja kvöldsöguna, hver fær að fara á undan í tölvuna og hver þurfti að fara fyrst í sturtu síðast þegar var farið í sturtu. Eins gott að hafa þetta á hreinu. JA passar samt best upp á mömmu sína og finnst miklu meira en nóg að deila henni með einum bróður og einum pabba. Fyrir nokkrum árum lýsti hann því yfir að það væri ósanngjarnt að tveir fullorðnir mætti sofa saman í einu rúmi en hann ( og bróðir ) væru litlir og þyrftu að sofa "aleinir" í sínu herbergi. Ef hann mætti ráða svæfi hann hjá mömmu, bróðir í sínu herbergi og pabbi gæti bara sofið inni í stofu.
Við fórum í fjölskylduferð í sumarbústað um helgina. Tengdó bauð börnum og barnabörnum í bústað. Húsbóndinn hóstandi eins og gamall traktor en ganghljóðið lagaðist þó eftir gufubaðsferð og slurk af víski. Hann var allavega vel gangfær yfir helgina en þó virtist eins og bakslag væri að koma í hann í gærkvöldi. Bræður voru alsælir og skemmtu sér hið besta þó svo þeim fullorðnu þætti stundum nóg um hamaganginn. SÁ datt á "veika" fótinn og ekki laust við að skjálfti færi um foreldrana sem í smá stund sáu fyrir sér að strákur þyrfti aftur í gifs. Betur fór þó en á horfðist og strákur fór í "sprækur" í skólann í morgun.
Jæja - friðurinn úti, einn sonur kominn heim og sjálfsagt kominn tími fyrir matreiðslumaskínu heimilisins að taka til starfa
Um bloggið
kona á besta aldri
33 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg færsla hjá þér, einmitt svo gaman að lesa um þetta hversdagslega, finnst mér. Ég man hvað við systkinin gátum rifist og metist einmitt um allt og ekkert.....
Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 20:39
kvitt fyrir innlitið,hér á heimilinu geisar stundum stríð og oft þá um hver á mömmu og pabba og svo auðvitað dótið en svo meiga þau ekki sjá hvort af öðru,hittumst vonandi fljótlega
kveðja
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 9.9.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.