Bræður eru óþægir

Það streyma inn tölvupóstar frá kennurum um óæskilega hegðun bræðra - og það á fjórðu viku skólaársins Blush  hvar endar þetta ?  Annar hlýðir ekki, hinn neitar að vinna í skólanum, einn kastar grjóti og þar fram eftir götum.    Myndi láta þá labba í skólann á morgun ef ekki væri stormur og ausandi vatnsveður.   Hef ekki samvisku í það.  Pinch  Svo kvarta og kveina bræður hér heima yfir ósanngjörnum og illa innrættum kennurum og starfsfóli skólans sem láta þá hlýða og "leyfa þeim aldrei að gera neitt skemmtilegt "    Huh - erfitt líf.

Til að vega óþægðina aðeins upp þá hafa bræður staðið sig vel í lestri ( átak í gangi í skólanum ) og sérstaklega JA tekið framförum.  Þeir hafa verið duglegir að lesa heima og gengið vel.

Bræður mínir gera það víðreist, eftir því sem ég get lesið á netinu.  Norski bróðir er í Englandi þessa dagana, milli þess sem hann borðar myglaðan morgunmat og vondan USA kjúkling er hann að kynna sér hvað hann þarf að gera og kunna í nýju vinnunni sinni.  Hafnfirski bróðir stefndi til Frakklands las ég á Feisbúkk en hvað hann var að gera veit ég ekki - annaðhvort " Bissness eða plesjure "  Frétti það vonandi einhvern tíma seinna.

Jarðskjálfti í morgun - ég stóð í eldhúsinu og var að skammta hafragraut á disk þegar Guðrún Gunnars missir út úr sér í morgunútvarpinu " funduð þið einhvern titring "  Enginn kannaðist við það nema tæknimaðurinn.    5 Mínútum seinna var fréttayfirlit : snarpur jarðskjálfti varð úpp á 3,6 ár Richter varð á Reykjanesi.   Guðrún fann skjálftann í Reykjavík en ég fann hann ekki hjá mér.  Sem betur fer kannski, er skíthrædd við svona jarðhræringar.

Tengdapabbi gisti á spítala síðustu nótt en er kominn heim og líður mun betur.  Gallsteinum er kennt um en það kemur væntanlega í ljós eftir myndatöku á morgun.

Gleymdi að spyrja norska bróður hvort það séu gólfteppi á salernum í landi Tjallana -  geri það kannski á morgun.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

bræður láta vel til sín taka þessa vikurnar  en flott hvað þeim gengur vel í lestri,ætla að hugsa extra vel til þín og baráttu kveðjur,heyrumst og sjáumst vonandi fljótlega

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 17.9.2008 kl. 10:45

2 identicon

Djö væl í þessum kennurum og nú er ég ekki að grínast.

Eru þessi kennarar ófærir um að taka á agavandamálum nokkurra smápolla? Þarf að senda klögubréf heim við hvert prakkarastrik?

Það getur vel verið að þeir hafi verið mjög óþekkir í skólanum en mér finnst aldeilis óþarfi að senda heim bréf við hverja smáræðis óhlýðni.....það var ekki gert þegar ég var í skóla heldur þá tók kennarrinn minn (strangi) bara vel á óþekktarpúkunum og lét þá hlýða. Ef það var eitthvað alvarlegt var látið vita heim.

Gefðu kennaranum bara rísvönd í jólagjöf og segðu henni / honum að hætti þessu væli og taka á þessu annað slagið lika.

Norska mágkonan (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:35

3 identicon

Ég hlít að hafa verið mjög stilltur í minni skólagöngu, allavega fékk mamma ekkert mail frá kennurunum.

Á einu gistiheimilinu sem ég gisti á í sumar hérna í Englandi var teppi á klósettinu, á hótelinu sem ég er á núna er ég bara ánægður með að hafa klósett. Þetta er ekkert 5 stjörnu hótel.

ingthor (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Húsmóðir

Bílíf mí  - þetta er meira en smávegis óhlýðni   og ég vil vita þegar afsprengin  setja aðra í hættu eða eyðileggja heilu eða hálfu tímanna fyrir öðrum.    En það var nú vonandi bara eitt tilvik.

Ingþór  - áttar þú þig á því hvað þú ert orðinn gamall, það var ekki einu sinni búið að finna upp tölvupóstinn þegar þú varst í skóla.  Þá voru málin afgreidd í kaupfélaginu ( fyrir framan kælinn með Stebbaskyrinu ) eða í saumaklúbbunum.   Þú varst örugglega engill

Húsmóðir, 17.9.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband