28.9.2008 | 09:30
Ég á erfitt með að hafa stjórn á mér þegar
Sonur minn sem gerði pínulítið - (rétt fingurstórt )gat á buxurnar sínar í dag er búinn að teygja það og rífa og gera það svo stórt að ekki er möguleiki að gera við buxurnar svo vel sé. Sérstaklega í ljósi þess að hann er kannski búinn að fara fjórum sinnum í þessar buxur síðan þær voru keyptar OG þetta er allavega þriðju buxurnar sem hann eyðileggur á þennan hátt - BARA í sumar.
Þegar grænmetisafskurðurinn sem ég er búin að safna í heila viku af því ég ætla að búa til holla og bragðgóða grænmetisúpu er eyðilagður. Sami sonur og eyðilagði buxurnar sínar hafði fyrir því að sækja sykurkar og strá sykri yfir afskurðinn.
Þegar sami sonur óhlýðnast 3 daginn í röð að koma í skólagæsluna strax eftir fótboltaæfingu. Síðasta skiptið þurfti ég að leita að honum í hálftíma áður en ég fann hann.
Anda djúpt - anda inn - anda út. Ég kann þetta svo sem.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kæra vinkona úff segi ég nú bara en hugsa til þín og sendi þér koss og knús,það er nú margt sem þú kannt og það kemur vonandi fljótlega að þessi linni,
kveðja frá gumpinum
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 28.9.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.