Leikhús, sælgæti, kreppa og Ríkisbankinn.

Fjölskyldan fór í leikhús á sunnudaginn.  Miðar að sjálfsögðu keyptir á tilboði ( 2 fyrir 1 ) því það er kreppa og hagsýna húsmóðurgenið sem hefur legið í dvala undanfarið er að vakna til lífsins aftur.

Við skemmtum okkur ágætlega , ekki stórkostlega, en ágætlega við að horfa á Skilaboðaskjóðuna .  Það er alltaf gaman að fara í leikhús.  En ég á skelfilega erfitt með að skilja af hverju það virðist vera skylda að krakkar troði í sig sælgæti meðan á sýningu stendur.  Foreldrar stóðu sveittir í röð við að kaupa bland í poka áður en sýning hófst og spariklædd börnin með nammipokana biðu svp spennt eftir að leiksýningin byrjaði.  Í hléi streymdu svo sömu foreldrar í nammisöluna aftur til að kaupa eitthvað drykkjarkyns handa börnunum sem þurftu á einhverri vætu í kverkarnar að halda eftir sykurátið.  Því var að sjálfsögðu bjargað með dísætum svala eða kóka kóla.   Finnst öllum sjálfsagt að selja og borða sælgæti og gos allsstaðar.  ?  Leikhúsi, bíói, sundlaugum og íþróttamiðstöðum. 

Ætla ekki að blogga um Ríkisbankann og Stoðir - það eru nógu margir sem sjá um það.  Hef sjaldan verið eins sátt við að eiga EKKI banka.  Ég hafði allavega ekki miklu að tapa. 

Eiginmaðurinn farinn í veiði - eitthvert lengst inn á fjöll.  Þeir eru fjórir saman og ættu að geta yljað hverjum öðrum.  Veðurspáin hljómaði ekki skemmtilega fyrir þá sem eru uppi á hálendinu.

Naglasúpa í matinn , linsubaunir og  hrísgrjón.  Baunir eru hollur og ódýr matur sem mætti gjarnan vera oftar á borðum.  Þ.e.a.s fyrir utan aukaverkanirnar sem geta verið bæði hávaðasamar og illa lyktandi.   Sick

Bræður voru fljótir að Sleeping í kvöld, þreyttir eftir daginn.  Þeir mættu á fimleikaæfingu nr 2 í dag og finnst rosalega gaman.  Svo var veðrið með betra móti þegar æfingin var búin og það þýddi bara eitt - út að hjóla.  Bræðrum var sagt að koma heim klukkan hálf sex - átti eftir að lesa og skrifa.  Annar sonurinn kom heim rétt fyrir kl hálf sjö - þá var ég farin að bíða með matinn.  Við kláruðum að borða og lesa.  Rétt fyrir kl hálf átta kom hinn sonur heim - akkúrat í þann mund þegar ég var að fara út að leita að honum.  Hann borðaði og borðaði - enda sársvangur að sögn.   Lét sig hafa það að lesa nokkrar blaðsíður en var farinn að geyspa allsvakalega undir lokin.   Hátta - bursta - og upp í rúm og lesa kvöldsöguna og báðir steinsofnaðir 10 mínútum seinna. 

Bræður vita hins vegar að á morgun þarf að læra FYRST  og LEIKA svo. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já það er svolítið erfitt að læra FYRST og leika SVO.. það er samt betra eftir því sem veðrið er verra haha

takk fyrir síðast...sem var sko sumarbústaðurinn..jeminn jæja..

kveðja

Ásta Björk Hermannsdóttir, 30.9.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

við höfum nú pælt líka í því afhverju er verið að selja nánast alstaðar gos og sætindi og meira að segja í skólum og nánast alltaf boðið upp á það í afmælum og við eru bara ekki alveg sátt við það enda höfum við fengið nokkur hornaugu vegna þeirra athugasemda er við viljum ekki gefa okkar börnum gos og sætindi,svo er verið að tala um offitu barna og brýna fyrir foreldrum að taka sig á í þeim efnum,

kveðja

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 30.9.2008 kl. 21:32

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Þetta er klikkun !! Um daginn var ég í Smáralindinni og sé unga konu gefa barninu sínu sem var greinilega undir 1 árs kók að drekka þar sem það sat í innkaupakerru. Ég stóðst ekki mátið og gaf henni " ertu klikkuð ?? " svip......þetta pirrar mig svolítið.

Íris Ásdísardóttir, 30.9.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband