styttist í afmæli bræðra - súludans og snjór.

þegar maður er 6 ára eru alveg ótrúlega langt á milli afmæla - mörg hundruð dagar og alveg hrikalega erfitt og leiðinlegt að bíða eftir þeim.  Og það líður alltaf lengra og lengra á milli spurningarinnar  " hvað eru margir dagar þangað til ég á afmæli " því það er svo erfitt að sætta sig við svarið. 

Á einhverjum tímapunkti kviknar svo vonin aftur - um daginn voru bara 30 dagar í afmælið  - svo 29 dagar og nú eru ekki nema 8 dagar þangað til.  Bræður eru farnir að telja niður.  Næsta laugardag ná bræður því að verða 7 ára.  SmileSmile

Þetta á að verða skemmtilegt afmæli og bara strákum boðið.  Gestalistinn er ákveðinn en umræða stendur yfir um veitingarnar sem eiga að vera á boðsstólum.  Við hljótum að komast að samkomulagi um þær.  Engar sérstakar óskir hafa hins vegar komið fram um afmælisgjafir  og satt að segja erum við foreldrarnir í hálfgerðum vandræðum með hvað eigi að gefa þeim.  Ef þetta flokkast ekki sem lúxusvandamál þá veit ég ekki hvað. Blush

Ekki nóg með að bræður eigi bráðum afmæli - pabbinn á líka bráðum afmæli.  Mér heyrist hann ætla að halda veislu - það táknar allavega að ég þarf að þrífa og taka til - bæði fyrir og eftir veislu.  Ég held samt að ég þurfi ekki að elda né baka.

Annars eru bræður í glimrandi formi þessa dagana - það er frí í fótboltanum en bræður eru nýfarnir að mæta á fimleikaæfingar og finnst það mjög gaman.  Eini gallinn við æfingarnar er sá að þær eru bara tvisvar í viku. Tounge   Frá kennurum þeirra bræðra heyrist hvorki hósti né stuna og hinar vikulegu samskiptabækur þar sem hegðun og ástundun hverrar viku er útlistuð gefa bræðrum bestu meðmæli.   Hvað er að gerast ?  Eru þetta örugglega mín börn ?  Ætti ég kannski að skoða einu sinni enn hvort það séu ekki örugglega rétt nöfn á bókunum ?

JA lýsti fyrir mér í gærmorgun hvernig súludans er :  " þá dansar maður svona upp og niður við súlu sem er föst í gólfinu "  og svo sýndi hann mér hvernig.   Ég veit að það er danstími í skólanum einu sinni í viku en........................... það er kannski hætt að kenna hliðar saman hliðar og svoleiðis.  það er langt síðan ég var í skóla.

Hvít jörð í gær og í dag.  Það vakti lukku hjá þeim yngri á heimilinu.  Ekki þeim eldri.  Annars er það merkilegt hvað það kemur manni alltaf á óvart það það skuli koma vetur.  En - það var ekki hálka á leið í vinnunna og ég er ánægð með það.  Bræður fara í skólasund á föstudögum - þurfa að labba sjálfir  úr skólaseli og það er dágóður spotti.  Mamman spanar úr vinnunni til að koma bræðrum nógu snemma í fimleikana þar sem þeir hamast í 40 mínútur.  Svo þegar heim kom þurfti að sjálfsögðu að fara út - bæði til hjóla í snjónum og eins til að renna sér í honum.  

Eftir kvöldmat fór pabbi að vinna (aukavinnu) en ég og bræður skriðum upp í sófa og allavega einhver okkar fylgdust með Útsvari.  Ég vaknaði við símhringingu rétt fyrir hálf tíu - sá svo að annar sonur hafði skriðið upp í rúmið sitt og steinsvaf þar en hinn svaf í sófanum.  Ég færði hann yfir í sitt rúm og breiddi um leið yfir hinn. Steinsofandi, skítugir í framan, með óburstaðar tennur í leikfimisfötunum en ekki náttfötunum voru þeir langfallegastir InLove    

ég reyni að láta fréttir að efnahagsástandinu ekki hafa áhrif á mig en það gengur mis vel.  Það gekk ágætlega í gærkvöldi en þá fór ég á Avon snyrtivörukynningu og eyddi smá pening þar.  Svo fór bóndinn í dag og verslaði eina eldavél.  Hann sagði að það hefði ekki verið kreppa í Elkó - allavega var fullt út úr dyrum þar.

Annars er ég dálítið stressuð yfir þessu, finn fyrir hækkandi vöruverði og bensínkostnaðurinn vegur þyngra og þyngra.  Enda keyri ég rúma 50 km á dag í og úr vinnu.  Eiginmaðurinn er ekkert stressaður  - það er gott  - ég er nógu stressuð fyrir okkur bæði.  Halo  

Helgin verður að öllum líkindum róleg - Bónusferð, þrif, bakstur, lærdómur og svoleiðis.  Bóndinn er búinn að lofa sér í vinnu svo ekki næ ég að setja sóp eða tusku í hendurnar á honum. GetLost

Sá að norski bróðir og frú eru að velta fyrir sér að koma til Íslands um jólin - Grin  Líst vel á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ skvís eru þeir ekki hrifnir af chealsea og mansester united frétti það þannig að þá erekki vandamál að finna eitthvað fyrir þá í afmælisgjöf :)

lillý (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband