9.10.2008 | 18:10
Tölvu eitthvað, ný eldavél og afmæli á næsta leyti.
Ég fór í stóra tölvuálverið í skólanum í dag sagði annar sonur. Ég held að hann hafi mismælt sig eitthvað blessaður..........
Nýja eldavélin var gangsett í gær - húsbóndinn eldaði fyrstu máltíðina og var alsæll með hvað það tók stuttan tíma að búa til hakk og spaghetti. Húsbóndinn stendur svo við eldavélina aftur í kvöld og mallar kjúkling. Hann ætlar svo að galdra fram skúffuköku ( afmælisköku ) og dusta rykið af einhverjum svamptertubotnauppskriftum. Ef ég hefði vitað að það þyrfti bara gaseldavél til þess að bóndinn tæki að sér eldamennskuna á heimilinu þá hefði ég verið búin að kaupa nýja eldavél fyrir löööööööngu.
þessi elska ( bóndinn, ekki eldavélin ) var svo búinn að skúra þegar ég kom heim úr vinnunni í dag Þrátt fyrir krepputal og barning þá eru nú fullt sem er hægt að gleðjast yfir.
Við bræður keyrðum út boðskort í afmælið áðan - þetta verður nú í rólegra lagi , ekki nema 9 strákar allt í allt. Ég segi rólegt - vinnufélagi er með 7 ára afmæli dóttur sinnar á morgun. Ef allir boðsgestir mæta verða 19 stelpur í því afmæli - fyrir utan fullorðna.
Fullorðnum , stærri krökkum og stelpum er svo boðið seinnipartinn.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.