Stutt og laggott

Bræður eru búnir að fá hlaupahjól og mikil hamingja með það Joyful  Ég og bræður renndum í Reykjavíkina í morgun og keyptum hlaupahjól.  Bræður þurftu að borga alla peningana sem þeir fengu í afmælisgjöf og svo bættu foreldrarnir við því sem upp á vantaði.    Er viss um að þeir eiga eftir að nota hlaupahjólin  - næsta sumar allavega.  Hringdi nokkur símtöl á föstudaginn til að athuga hvar væri hægt að kaupa hlaupahjól.  Skil ekki að það skuli ekki allir selja  hlaupahjól í október........................

Fékk kreppukast og bakaði þegar við komum heim úr höfuðborginni - verð að vekja hagsýna húsmóðurgenið úr dvalanum.   Fór meira að segja á bókasafnið í vikunni og fékk " Stóru bakstursbókina" lánaða.   Þurfti svo að hlaupa í bakaríið rétt fyrir fjögur og kaupa rándýr egg því ég gleymdi að kaupa egg í Bónus. Frown   Bakaði eplaköku og bláberjaköku og nokkrar muffins.  Bræður fá því eitthvað góðgæti í nestisboxin sín í næstu viku.

EF ég verð dugleg á morgun þá baka ég bollur eða brauð.  Ætla svo að baka í vikunni - verðum með fólk í mat um næstu helgi og ef eldamennskan misheppnast þá er allavega hægt að borða brauð !   

Fengum heimsókn í kvöld - skemmtilegt fólk sem nennir ekki að vera sófakartöflur á laugardagskvöldi heldur drífur sig út og heimsækir fólk.  Ég vildi að ég væri svona dugleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

að kaupa hlaupahjól í október það ætti nú alveg að vera hægt að selja þau á þeim tíma, í desember á sl. ári á þorláksmessu það var ekkert mál að finna hlaupahjól fyrir síðustu jól og það er búið að nota það mikið og meira að segja í vetur þá var það mikið notað innandyra  strákar verða alveg örugglega mikið á hjólunum,sjáumst við tækifæri

kveðja úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Húsmóðir

Notkunin á hlaupahjólunum lofar góðu - fyrir utan bólgna efri vör og sár á nefinu.  Bræður voru allavega fljótir að sofna. þá loksins þeir komust í rúmið.   Kveðjur úr efra

Húsmóðir, 19.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband