29.10.2008 | 22:16
Finn ekki bloggandann
Hef gert nokkrar tilraunir til að blogga undanfarið en ekki gengið. Stundum er maður upplagður og stundum ekki.
Þó svo ég hafi ekki bloggað þá hef ég ekki setið auðum höndum - undirbjó og hélt matarboð í tilefni 1/2 níræðis afmælis elsku eiginmannsins. Voða gaman og ágætis matur þó ég segi sjálf frá. Bræðrum fannst tilstandið spennandi og skemmtu sér vel. SÁ fannst þó mest gaman eftir miðnætti þegar yngsta kynslóðin hafði yfirgefið svæðið því þá fengu þeir bræður að hátta sig í stóra rúmið og horfa á DVD inni í mömmu og pabba herbergi. Þetta gat kennarinn hans upplýst mig um á mánudaginn . Mig langar ekki að vita hvað hann hefur sagt henni meira.
Þó svo að undirbúningur og veislan hafi heppnast vel þá hefur vikan verið dálítið erfið. Heimalærdómur og námsbækur voru ekki á dagskrá um helgina eins og venjan er og bræður hafa ekki enn náð að vinna upp þann svefn sem þeir misstu um helgina. Þeir hafa því verið frekar úrillir og þreyttir að skóla loknum og EKKI tilbúnir í heimavinnu. Það var því frekar aumingjaleg móðir sem sendi tölvupóst á kennara og útskýrði að partýstand helgarinnar hefði komið frekar harkalega niður á heimalærdómi bræðra - hvort við fengjum frest á skilum á heimavinnu.
það styttist í jólin - og jólainnkaup - og jólagjafir og svo allt hitt jóla eitthvað...............
Þó svo við höfum sjaldnast farið offari í jólagjöfum og reynt að sníða okkur stakk eftir vexti í því þá ætlast ég til þess af mínum nánustu og sjálfum mér að það verði aðeins staldrað við. Gjöf þarf ekki að vera stór eða kosta mikið. Ég vil ekki fá gjöf inn á mitt heimili ef hún kostar það að gefandinn er að setja sig í skuldir eða verður með kvíðahnút í maganum eftir jólin. Ég ætla ekki að gera það. Svo ég noti orð norsku mágkonu þá verða þær jólagjafir sem ég gef í ár " sérstaklega nískulegar og kreppulegar " !
En þær verða gefnar af góðum hug og þeir sem ekki kunna að meta það - ja, það er bara þeirra mál. -
Eldaði naglasúpu fyrir mig og bræður í kvöld ( hinn 1/2 níræði var búinn að lofa sér í aukavinnu og kom ekki í mat ) - hún var góð og hún var ódýr. Við "unglingarnir" á heimilinu fáum öll heitan mat í hádeginu og kvöldmaturinn þarf því ekki að vera merkilegur.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.