Jarðskjálfti

Fékk sjokk um kvöldmatarleytið i dag þegar húsið hristist  - snarpur skjálfti upp á 4,3 á richter.  Ég var í eldhúsinu að undirbúa kvöldmatinn þegar krukkur og glermunir sem eru ofan á efri skápum fóru að hristast og nötra.  Ég tók stökk fram,  enda skíthrædd við svona hræringar, eiginmaðurinn sá ástæðu til að rísa upp úr sófanum og athuga hvort ekki væri í lagi með frúna ( hafði meiri áhyggjur af mér en skjálftanum ) en bræður sátu sem fastast fyrir framan leikjatölvuna.  SÁ sá þó ástæðu til að snúa andlitinu frá skjánum í 2 sekúndur til að spyrja " hvað var þetta eiginlega ?" en sá ekki ástæðu til að bíða eftir svari og hélt áfram í leikjatölvunni. 

Eftirskjálftar hafa ekki komið og ég búin að vera merkilega róleg en finn samt að ég er ekki tilbúin að fara að sofa ( það gætu hugsanlega komið skjálftar á meðan )   JA spurði í kvöld " hvenær getum við gist hjá ömmu í rauða húsinu  ? "   það er nú reyndar langt síðan bræður gistu þar ( háaldraðir og heimakærir foreldrarnir fara sjaldan að heiman ) en það er kannski spurning hvort maður leggi inn gott orð fyrir næstu helgi Tounge 

Bekkjarkvöld hjá hinum syninum á morgun - spennan er öll hans megin Blush - 

Það er rúmur líter af hvítvíni í ísskápnum síðan um þarsíðustu helgi - ætla að smakka og sjá hvort það er ónýtt eða hvort það nýtist sem slökunar og svefnmeðal.  Best að kíkja á stöðuna á Óbama og Makkein á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Go girl

Ég er kannski eitthvað utanveltu, en hvar býrð þú eiginlega? Eða hvar var jarðskjálfti? Líklega búið að vera í fréttum, en ég er í fréttasvelti þessa dagana.....

P.s. Hvernig smakkaðist hvítvínið???

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Húsmóðir

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/04/snarpur_skjalfti_vid_grindavik/

 Hvítvínið liggur undir skemmdum - en það þurfti ekki nema eitt glas til að frúin 

Húsmóðir, 5.11.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband