11.11.2008 | 23:27
að eldast
Komst að því eftir heimspekilegar umræður í dag að aldurinn er farinn að færast yfir mann. Málið er að við háöldruðu hjónin ákváðum með 6 daga fyrirvara að bregða okkur bæjarleið á laugardagskvöldið á ákveðna samkomu hjá átthagafélagi í Reykjavíkursvæðinu. Fengum pössun fyrir erfingjana og héldum af stað. Áttum þar ánægjulega kvöldstund með góðu fólki. Skemmtuninni var lokið fyrir miðnætti og við héldum af stað heimleiðis. Vorum komin heim hálf eitt. Hljótt í húsinu þar sem erfingjarnir voru í dekri hjá afa og ömmu. Fórum snemma að sofa og vorum bæði vökuð rúmlega hálf tíu um morguninn. Bræður voru komnir heim til sín um hádegi.
- 1. Skemmtanahald ákveðið með 6 daga fyrirvara = við ákváðum að "skella okkur " út . Einhvern tímann hefði "skella sér " þýtt 2 mínútna fyrirvara.
- 2. Við vorum komin heim hálf eitt og mjög sátt við það. Langaði ekki að vera lengur.
- 3. Sofa út - maður er vaknaður hálf tíu og getur ekki sofið lengur.
Þetta hefur eitthvað með aldur að gera, ekki satt ?
Allavega einn Hafnfirðingur er búinn að setja upp á kveikja á jólaseríum - mér finnst það snemmt. kannski hefur það eitthvað með aldur að gera líka ?
Bræður eru farnir að taka eftir jólaauglýsingum i fjölmiðlum og spyrja reglulega " hvað eru margir dagar til jóla" ? 40 og eitthvað er hrikalega langt.
Er farin að eyða of miklum tíma á fésbókinni - var samt rosalega glöð að rekast á gamlan vinnufélaga sem ég hef hvorki heyrt né séð í mörg ár. Spjallaði við hana í dag.
JA tilkynnti í gær að hann væri úldnastur í fjölskyldunni. Það þýðir að hann prumpar mest og prumpulyktin hans er mest. Hann er bara nokkuð stoltur af titlinum . Ég verð alltaf jafn hissa hvað það getur komið vond lykt úr ekki stærri rassi. ( mjög þroskandi og spennandi umræðuefni )
Bakaði snúða, möffins og gulrótarbrauð á sunnudaginn. Gulrótarbrauðið er ekki að slá í gegn hjá mannfólkinu en fuglarnir eru hæstánægðir.
Er ekki byrjuð að kaupa eina einustu jólagjöf - stefni á að byrja um helgina.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.