afmæli - mótmæli - fótboltamót

Húsmóðirin er nýbúin að eiga afmæli - það datt á hana eitt ár í viðbót og nú get ég sagt í rúmlega 360 daga í viðbót að ég sé á á fertugsaldri. 

Dagurinn var enginn sérstakur hátíðisdagur og ekki mikið um veisluhöld, enda kannski ekki ástæða til.  Eiginmaðurinn skoraði ekkert mörg stig þennan dag  - mundi ekki eftir deginum um morguninn. Pouty  Rúmum hálftíma eftir að ég var komin í vinnuna hringdi kauði - en ekki með hamingjuóskir heldur til að segja mér að hann komi á eftir - ætlaði að fara með bílinn í skoðun. 

Bóndinn mætti á skrifstofuna - engar hamingjuóskir en hann spjallaði þeim mun meira um bílinn.  Rúmum hálftíma mætti bóndinn aftur og afhenti mér hamingjusamur lyklana að nýskoðuðum bílnum.  Bíllinn var honum greinilega ofarlega í huga því ennþá talaði hann meira um bílinn.  Svo kvaddi bóndinn og hélt af stað.  Stuttu seinna er hurðin að skrifstofunni rifin upp og bóndinn litast um skömmustulegur á svip þar til hann sér frúna og smellir á hana kossi.   Þá mætti hann yfirvaldinu á mínum vinnustað á leið út sem óskaði honum til hamingju með frúna.  Þá áttaði hann sig.

Vinnustaðurinn gaf blóm og bauð upp á köku  - í tilefni þess að þrír starfsmenn áttu afmæli í des.   Bóndinn var að vinna í Reykjavíkinni og kom heim um kvöldmatarleitið.  Kallaði á bræður til sín þegar hann kom í dyrnar.  Ég heyri skrjáf í sellófani og heyri svo annan soninn segja " hún er búin að fá nóg af þessu "  rétt á eftir fæ ég blómvönd og rauðvínsflösku frá  karlpeningnum .  Greinilegt að stráksa fannst alveg nóg að sú gamla ætti einn blómvönd.   Fyrst engin var kakan fannst bræðrum alveg lágmark að fá eftirrétt  - það væri nú afmæli.   

Í gær héldum við bræður í höfuðborgina - í örvæntingarfullri tilraun til að versla jólagjafir.  Það gekk ekki  - bráðaofnæmi bræðra fyrir verslunum var komið í hámark eftir 20 mínútur í Smáralindinni og við sáum okkur þann kost vænstan að koma okkur út sem fyrst.   Mér dettur í hug að fara í Kolaportið eb man þá að mótmæli eru fyrirhuguð og það sé örugglega ekki bílastæði að finna.   Bræður vildu fá útskýringu á því hvað mótmæli væru.  Ég hiksta eitthvað á svarinu en SÁ er fljótur að fatta og spyr " er það svona burt með Davíð ?   Ég ákvað að þetta væri næg skýring í bili og sagði já en spurning hvort Spaugstofan sé heppilegt sjónvarpsefni fyrir 7 ára.

Mikil spenna en fótboltamót í Keflavík eftir tvo daga.  Halti haninn er allur að koma til og fær að taka þátt.   Mikil hamingja með það.

P.S  foreldraviðtöl í síðustu viku komu bara glimrandi vel út -  bræður eru í alvöru stilltir þessa dagana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Til hamingju með afmælið.  Skildi ég þetta rétt, fannst þeim þú vera búin að fá nóg rauðvín?

S Kristján Ingimarsson, 24.11.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Húsmóðir

dööööö  nei   hann var nú að meina nóg af blómum! 

Maður á nú aldrei nóg af rauðvíni

Húsmóðir, 24.11.2008 kl. 10:58

3 identicon

síðbúnar afmæliskveðjur úr kuldanum í Norge!

einmana eiginkonan (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:47

4 identicon

Held að bróðir minn sé nú orðinn gamall :) Til hamingju með afmælið :)

Lillý (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

kæra vinkona til hamingju með afmælið þá ertu búin að ná mér,svo það bara styttist í merkann áfanga hjá okkur og það styttist líka í , djammið , okkar  

kv vinkona úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ææ, ég er einmitt rosalega sár fyrir svona, ég hefði orðið brjáluð ef minn hefði ekki munað eftir deginum mínum.....  Ég er kannski bara dekurdúkka, en ég vil koss og knús og eitthvað spes á mínum degi..... ekki af því að ég sé alltaf að fá þannig lagað, en þess óska ég mér í næsta lífi allavega.

Til hamingju með afmælið

Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband