Man ekkert !

Var komin með langt og merkilegt blogg í huganum en svo þegar á að hefjast handa þá man ég ekki neitt.  Er bæði gömul og gleymin.

Meðan á bloggfrí stóð er eiginmaðurinn búinn að keyra austur á firði, ganga um fjöll og fyrnindi með byssuna sína með það yfirlýsta markmið að veiða rjúpur í jólamatinn.  Það er eins gott að matreiðslan klikki ekki - þriggja daga frí úr vinnu  og  kringum 1400 kílómetra akstur  kostar sitt.  Fengurinn = 3 rjúpur.   Dýr yrði máltíðin öll !

Bræður eru farnir að bíða spenntir eftir jólunum.  Spyrja reglulega hvað það séu margir dagar þangað til að jólin koma.   Pakkadagatalið er komið upp á vegg og ég sé fram að að það verði töluvert auðveldara að koma bræðrum á fætur á morgnanna í desembermánuði heldur en í nóvember.   Þeir voru allavega skotfljótir á fætur í morgun.

Fékk skothelda sönnun fyrir því um helgina að bræður eru í alvöru með ofnæmi fyrir búðum.  Við vorum búin að ákveða að fara í bíó sl sunnudag.  En þegar bræður komust að þvi að það þyrfti að fara í einhverjar búðir annaðhvort fyrir eða eftir bíóferð.  ( Mamman ætlaði að reyna að kaupa einhverjar jólagjafir ) þá sögðu þeir "nei takk" frekar verðum við heima. Pinch  Og það stóð. 

 Þannig að í staðinn fyrir að fara í bíó ( og búðir ) þá voru bræður heima,  fóru til afa og horfðu á fótbolta, léku smástund við vin en voru annars heima að dingla sér.  Ég notaði daginn til að þrífa og þvo og setti m.a upp jólagardínur i eldhúsið. 

 Um daginn settust bræður niður að teikna  - datt svo i hug að teikna myndir til að senda ömmu fyrir austan.  Gott og vel - mamman sótti umslag og bræður hófust handa.   Svo var tilkynnt að listaverkin væru búin.   Ég bað bræður um að merkja þau svo amma vissi frá hverjum  myndirnar væru.  Þegar það var búið tók ég við listaverkunum og setti þau í umslagið.  Annar teiknaði mynd af einhverju ofurfarartæki með eld aftan í sér.  Hinn teiknaði mynd af skammbyssu.  Akkúrat myndefnið sem ömmur hafa gaman af - eða hvað ? 

SÁ missti aðra framtönnina fyrir helgi.  Hún var búin að vera laus nokkuð lengi og nýja framtönnin löngu byrjuð að vaxa á bak við.  Samt vildi barnatönnin ekki detta.  Ég var farin að halda að tönnin ætlaði ekkert að detta og hringdi í tannlækninn  - hvort gæti verið að hann þyrfti að taka tönnina.  Dr tannlæknir ákvað að þetta þyrfti skoðunar við og gaf okkur tíma.  þegar ég sótti strák í skólagæslu sama dag brosti hann breiðu skörðóttu brosi og sýndi mér tönnina sem hann var með í vasanum.  Þá hafði hann fengið högg á munnin á fótboltaæfingu með þeim árangri að tönnin fór.       Daginn eftir hringdi ég í Dr tannlækni og afpantaði tímann.  

Best að fara að smyrja nesti fyrir morgundaginn.  Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yngsta barnið mitt sem er drengur og heytir Ingþór mysti enga tönn en fékk allt tvöfalltm  ég tók sumt sjálf en fór stunsum með hann  á Höfn en ekki oft  hefði ger það oftar ef eki ég þurft að aka 100 km allar tennur beinar en smáar,svona er þetta en ,fjarlægðin gerira fjöllin blá og langt til Húsavíkr

mamma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Húsmóðir

eins gott að hann er vel tenntur - annars gæti hann ekki borðað skrautfiska og fuglaklær í Tælandi   

Ertu búin að fá myndirnar af skammbyssunni og geimbílnum eða hvaða farartæki sem þetta nú er ?   Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að senda þetta eða ekki en ákvað svo að láta vaða.....

Húsmóðir, 3.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband