Eigum við að taka egg með ?

spurði SÁ, þegar hann var hættur að vera í fýlu yfir því að þurfa að fara á stórborgarsvæðið, og var að gera sig kláran til að fara inn í bíl.  Mamman hváði við, skildi þetta ekki alveg.

Já, eigum við að fara að mótmæla, kasta eggjum og hrópa " burt með Davíð" sagði strákur og glotti við tönn !

Það er kannski eins gott að það er bara einn Spaugstofuþáttur eftir fram að jólum - drengurinn hefur ekki alveg rökrétta mynd af því hvað mótmæli eru. 

Við slepptum því að mótmæla og taka egg með, kíktum í staðinn á nýjan markað í Hafnarfirði sem ber nafnið Fjarðarport.  Kolaportið er fyrirmyndin og þetta er fyrsta helgin sem er opið.  Það voru ekki eins margir og í Kolaportinu ( sem við heimsóttum líka ) en gott rými og fín aðstaða.  Tveir brottfluttir Djúpavogsbúar voru þar með sölubása og annar þeirra hló og sagði : hvernig finnst þér að geta komið aftur í BH búðina !  ( Ekki er ætlast til að aðrir en brottfluttir Djúpavogsbúar skilji þetta )  - ég var hæst ánægð með mína tvo rennilása sem ég keypti þar - af réttri stærð og á sérdeilis fínu verði.

Bræður eru nokkuð ánægðir með lífið - búið er að hengja upp pakkadagatal og svo kom pabbi heim um daginn með Manschester súkkulaðidagatal. Happy Happy  Nú er farið að telja dagana þar til jólasveinninn kemur og hin daglega spurning : hvað eru margir dagar þangað til jólin koma ?

Bræður hlakka til að fá gjafir og óskalistinn er nokkuð svipaður :  " PS2 talva  og sjónvarp til að hafa inni í herbergi og svo venjuleg tölva.  JA langar í öðruvísi Indiana Jones tölvuleik og skrifborð til að hafa venjulegu tölvuna á inni í sínu herbergi.   SÁ langar í FIFA fótboltaleik og MAnchester þetta og Manchester hitt.    Hógværðin er svo sem ekkert að fara með þá Blush 

JA er hættur í fimleikum - veit ekki alveg hvers vegna en ég er allavega búin að gefast upp á að reyna að pína hann.  Honum finnst hins vegar mjög gaman í fótboltanum og var svo stálheppinn að vinna mætingarbikarinn  fyrir nóv.  Sumir voru sko montnari en aðrir en bróður fannst þetta dáltíð súrt og reyndi að sannfæra vinningsbróður um að þeir ættu að hafa bikarinn saman " við erum bræður  "     SÁ finnst hins vegar mjög gaman í fimleikum og hlakkar til hverrar æfingar.  

Ég hef oftar en einu sinni minnst á það að JA finnst meira en feikinóg að eiga einn bróður,  hann hefur aldrei sýnt áhuga á að eignast lítið systkini og fundið því allt til foráttu.  Helst vill hann eiga mömmu sína einn og vill enga óþarfa samkeppni um athygli hennar.  Þess vegna urðum við foreldrarnir dálítið hissa um daginn þegar hann fór að tala um hvað lítið barn í sjónvarpsauglýsingu ( BYR) væri krúttilegt.   Mömmunni fannst eitthvað breyttur tónn í syninum hvað varðaði smábörn og þar sem það er útséð um að frekari fjölgun á þessu heimili þá væri of seint fyrir stráksa að leggja inn pöntun fyrir systkini núna.   Sókn væri því besta vörnin.

"Heldur þú að það væri gaman að eiga svona lítið barn, það skælir bæði á daginn og á nóttunni,  svo þegar það fer að skríða þá fer það inn í herberg ykkar bræðra og rótar í dótinu ykkar "   Stráksi hugsði sig um smá stund  " svo setur litla barnið allt legóið upp í sig og þá deyr það "  !!!!!!! mamma varð kjaftstopp og umræðan um lítið barn á heimilið var snarlega kveðin niður.

Bræður eru farnir að biðja um piparkökur og piparkökuhús - ekki sem maður kaupir heldur sem maður bakar sjálfur.  Hjálpi mér - ég er að verða fertug og hef aldrei bakað piparkökur.  En einhvern tímann verður allt fyrst og kannski fer ég í bakstursgír í vikunni, ótrúlegri hlutir hafa nú gerst.   Auglýsi hér með eftir piparkökuuppskrift fyrir byrjendur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er piparkökuuppskrift:

IKEA.

Kv Ingthor

Ingþór (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 03:40

2 identicon

hey það eru til ágætis tilbúið deig í pokum út í nettó :) er að hugsa um að fara að gera svoleiðis í dag eða kvöld og já maður þarf ekki neina meistaragráðu í að byggja piparkökuhús hef einu sinni byggt svona hús og það var bara ótrúlega flott :) svo ég segi sjálf frá :)

Hárgreiðslufrænka (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband