Veit ekki hvort reiðin eða sorgin verður yfirsterkari

þegar ég les svona fréttir.  Ég get ekki samþykkt að það sé í lagi að 70 ára kona fæði barn.  Hvað eftir 2 ár, eða 5 ár eða 10 ár ?  hver á þá að hugsa um barnið ?  Mér finnst þetta ekki rétt.  

 

 


mbl.is Sjötug frumbyrja á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ekki í lagi :)

lillý (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Og hversu lengi við lifum er erfitt að meta.

Ég veit af barni í Reykjavík þar sem móðirinn setti gaddavír kringum rúm barnsins svo það klifraði ekki upp úr á meðan hún var úti að skemta sér. (þekki mann sem fór heim með henni)

Frekar vil ég vera barn sem nýtur ástúðar og elsku í 10 ár en barn sem fær ekkert nema ilsku.

Glasameðferð í Indlandi kostar um 300,000 á gamla genginu. Gjafa egg svona um helming í viðbót. Svo það er öruggt að þau eru efnuð og með þjóna. Indland er dálítið öðruvísi en ísland, það er að segja stórfjölskildan er mun virkari. Ég held að þessi börn séu als ekki óheppin. Þó að mamma sé svolítið krumpuð í framan þá er það ekki það mikilvægasta fyrir barn.

Svo til gamans þá þarf gamlafólkið ekki eins mikin svefn svo hún ætti að geta vakað á nóttini. ha..ha.ha....  Og það er gott að heira ekki of vel ef hávaðin verður mikill. 

En að sama skapi er ekki gott að lifa í of miklu forræðislandi eins og Íslandi. Þar sem Konur fá ekki að eignast börn með glasa eftir 42 ára aldur, en karlar til 50 ára. Mismunun er lögleg á íslandi. Því miður veit ég of mikið um það.

Matthildur Jóhannsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Matthildur Jóhannsdóttir;  Góður punktur hjá þér.  Það er algengt að foreldrar hræði börnin frá því að fara úr rúmi með draugasögum eða t.d., að "kuldaboli" eða eitthvað annað óféti sé undir rúminu og grípi í færurna á barninu ef það vogar sér framúr eftir háttatíma.  Svo er fólk hissa á myrkfælni barna?!!

Kveðja, Björn bóndi. 

Sigurbjörn Friðriksson, 9.12.2008 kl. 14:17

4 identicon

Mér persónulega finnst þetta ekki í lagi. Þarna er einungis verið að hugsa um sjálfan sig. Ég missti móður mína 13.ára gömul, reyndar ekki vegna aldurs heldur krabbameins, en móðurmissir barns er eitthvað sem ég myndi aldrei óska neinum.  Þessi kona á kanski eftir að lifa í 20 jafnvel 30 ár, en það er ekki víst.  (árið 2001 var hæsti meðalaldur í Indlandi um 63 ár....) Svo er það heilsan... Hún gæti brostið hvenær sem er um 70. Konu greyinu langaði svo mikið að eignast barn að hún hugsaði um sig, núna, en ekki um barnið, í framtíðinni. Ég skil hana svosem vel að hafa viljað eignast barn, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég gæti það ekki. En ég myndi alls ekki vera svo frek að láta reyna á það svona seint, ég myndi ekki vilja að barnið mitt þyrfti að ganga í gegnum það sama og ég.

Ásrún (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband