Skórinn út í glugga

Loksins rann upp dagurinn sem mátti setja skóinn út í glugga -  Bræður drifu sig í verkið um leið og þeir komu heim úr skóla ( rétt rúmlega fjögur í dag )  Um að gera að drífa verkið af svo það gleymdist ekki. 

Einnig má taka það fram að bræður voru fljótir að koma sér í rúmið og fljótir að sofna í kvöld.

Eitt kuldastígvél og einn takkaskór bíða í gluggakistunni eftir því að Stekkjarstaur líti við.  Bræður höfðu smá áhyggjur af vondu veðri en eftir smá umræðu þóttust bræður vissir um að Stekkjarstaur hefði þetta nú alveg af - hann væri örugglega ýmsu vanur.

Kennarinn hans SÁ hefur haft það fyrir reglu að fara í "ferð" eða "heimsókn" með bekkinn á föstudögum.   það verður söngstund á sal á morgun svo það verður engin ferð.  Stráksi er með tillögu að næstu ferð sem hann ætlar að bera upp við kennarann.   Hann vill fara og mótmæla, kasta eggjum og kalla " burt með Davíð "    

Ég bíð spennt eftir því hverju kennarinn svarar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

það verður ekki af strákunum þínum skafið þeir eru ótrúlegir

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband