11.12.2008 | 23:38
Skórinn út í glugga
Loksins rann upp dagurinn sem mátti setja skóinn út í glugga - Bræður drifu sig í verkið um leið og þeir komu heim úr skóla ( rétt rúmlega fjögur í dag ) Um að gera að drífa verkið af svo það gleymdist ekki.
Einnig má taka það fram að bræður voru fljótir að koma sér í rúmið og fljótir að sofna í kvöld.
Eitt kuldastígvél og einn takkaskór bíða í gluggakistunni eftir því að Stekkjarstaur líti við. Bræður höfðu smá áhyggjur af vondu veðri en eftir smá umræðu þóttust bræður vissir um að Stekkjarstaur hefði þetta nú alveg af - hann væri örugglega ýmsu vanur.
Kennarinn hans SÁ hefur haft það fyrir reglu að fara í "ferð" eða "heimsókn" með bekkinn á föstudögum. það verður söngstund á sal á morgun svo það verður engin ferð. Stráksi er með tillögu að næstu ferð sem hann ætlar að bera upp við kennarann. Hann vill fara og mótmæla, kasta eggjum og kalla " burt með Davíð "
Ég bíð spennt eftir því hverju kennarinn svarar
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það verður ekki af strákunum þínum skafið þeir eru ótrúlegir
kv úr neðri byggð
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.