14.12.2008 | 00:13
Stekkjastaur, Giljagaur og nú Stúfur
Bræður eru með þetta allt á hreinu - og það er Stúfur sem kemur í nótt. Stúfur er lítill en eftir að JA var fullvissaður um að Stúfur myndi örugglega ná upp í gluggakistuna þá gat hann farið að sofa.
Það gengur mjög vel að fá bræður til að fara snemma í háttinn og að sama skapi eru þeir vaknaðir eldsnemma á morgnanna. JA staulaðist inn í herbergi til mín rúmlega eitt í nótt með krumpað blað " mamma hvað stendur á þessu ? " Samviskusamlega las ég stórkarlalega og stórgerða skriftina " Þ A Ð E R I N N I Í Í S S K Á P H A N D A Þ É R - K V E Ð J A G I L J A G A U R. Strákur hverfur og ég heyri að ísskápshurðin er opnuð en lokað strax aftur. Strákur fer aftur inn í sitt herbergi en kemur svo stuttu seinna og segist ekki geta sofnað. Hann kúrir í mömmmu rúmi góða stund en ákveður svo að sofa í sínu rúmi.
Um klukkan 7 vakna ég við umgang frammi og stuttu seinna koma bræður klístraðir og alsælir inn í rúm til okkar. Þá hafði Giljagaur sett kókómjólk og súkkulaðibúðing inn í ísskáp fyrir bræður og þeir að sjálfsögðu búnir að gæða sér á kræsingunum. Mamma skilur ekkert í Giljagaur að koma með svona óhollustu í morgunverð, en bræður voru alsælir. Spurning hvort Stúfur er eitthvað heilsusamlegar sinnaður en bróðir hans !
Gamla settið ( við hjónin ) fékk að geyma bræður hjá afa og ömmu í rauða húsinu meðan við fórum í innkaupaferð. Vorum hörkudugleg og kláruðum að kaupa flestar jólagjafirnar. - töluverðu stressi aflétt. Annars er ég ekkert stressuð yfir þessu - jólin koma hvort sem ég geri þetta "allt" sem virðist eiga að gera fyrir jól eða ekki. Bræður voru alsælir yfir því að þurfa ekki að fara í búðir og létu dekra við sig í ömmuhúsi á meðan.
Ætli sé ekki réttast að koma sér í rúmið - ekki miklar líkur á því að maður fái að sofa út í fyrramálið
P.S Fjölskyldan hefur stækkað - tvö fósturbörn af Naggrísakyni hafa bæst við. Bræður komu glottandi úr bílskúrnum í morgun þar sem Naggrísirnir hafa tímabundið aðsetur. " Mamma við erum búnir að skíra naggrísina, þeir heita "Kristían Rónaldó og Birgitta " Ekki dónalegt !
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er orðin svaðaleg í reikningnum eftir að kommetna á öll þessi reikniblogg....
stórkostleg nöfn! ekki slæmt að hafa naggrís skírðan eftir sér.
Sjáumst bráðlega.
O
Norska mágkonan (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:34
Ronaldo and me Ættir að vita hvað við erum sæt
Húsmóðir, 14.12.2008 kl. 23:43
Það eru líka komnir naggrísar hingað ekki enn samt búið að skíra þá enda eru þeir bara í pössun eða það held ég :)
Hárgreiðslufrænkan :) (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.