afeitrun framundan

Því verður ekki neitað, búið að borða alltof mikið konfekt og sætindi, reyktu og steiktu keti, rjómasósum, snakki og öðru sukki.   Of mikið kaffi og of mikið gos hefur einnig verið innbyrt.  Ég er reyndar handviss um að vera ekki ein um þessa líðan. 

Ég er búin að borða of mikið og of oft af of óhollu fæði undanfarið og líður eins og ég sé með grjót í maganum.  Búin að sofa of mikið og hreyfa mig (allt of ) lítið undanfarið.  Ofát í einu orði sagt.

En jólafríið er búið að vera ljúft.  Bræður hafa notið þess í botn að vera í jólafríi.  Spennustigið á heimilinu var orðið ansi hátt síðustu dagana fyrir jól, bræður vöknuðu eldsnemma þrátt fyrir að vera í jólafríi,  hver getur svo sem eytt tímanum í svefn þegar jólasveinnin er á ferðinni og setur einhverja gjöf í skóinn.  Svo var líka pakkadagatal frammi í eldhúsi sem var afar spennandi að sjá hvað væri í.  Bræður áttu líka manchester súkkulaðidagatal en voru svo óskaplega svangir fyrsta daginn í jólafríinu að þeir kláruðu allt súkkulaðið Blush   Þá þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af því.

Mamman fékk óvænt frí á þorláksmessu og var alsæl með vinnuveitendurna  þannig að fjölskyldan tók því bara eins rólega og hægt var með sjö ára stráka sem áttu erfitt að hemja sig af spenningi.  En þetta hafðist allt og fjölskyldan snæddi villibráð (hreindýr og rjúpu ) í rólegheitum, heimalagaði ísinn hann pabba var reyndar afþakkaður ( nei við erum svo saddir, okkur langar ekki í ís........................og getum við nú farið að taka upp pakkana ?)

Spennustigið á heimilinu snarféll eftir að jólasveinarnir voru farnir upp í fjöll og bræður fóru að sofa lengur en til sjö á morgnanna.  Núna eru þeir ekki sofnaðir ennþá klukkan 23,30. Pinch  og verða sjálfsagt ekki kátir í fyrramálið þegar þeir verða vaktir.  Bræður þurfa að mæta í skólann á mánudag og foreldrarnir telja ekki þörf á að byrja að vinda ofan af sólarhringnum og snúa honum á rétt ról.

Gamlárskvöld var með rólegra móti - mikið borðað, lítið drukkið, og minna skotið upp en á að venjast.   Bæði af tengdapabba hinum skotglaða og eins í sveitarfélaginu öllu.   Greinilegt að efnahagsástandið hefur haft áhrif á flugeldakaup bæjarbúa.  Svo var heilsufar ekki alveg upp á sitt besta - einn var sárkvalinn af tannpínu - annar var langt frá sínu besta og svo voru einhverjir sem borðuðu yfir sig og uppskáru samkvæmt því.

Börnin voru í fínu formi, úðuðu í sig snakki og gúmmulaði á milli þess sem var hlaupið út og skotið upp froskum og kínverjum.  Hjartað var nú ekki stórt í sumum sem voru hæstánægðir með að fá stjörnuljós.   Mínum drengjum fannst nóg um hávaðann þegar bæjarbúar fóru að skjóta upp stuttu fyrri tólf og fögnuðu nýja árinu innandyra.  Sú níu ára hélt þeim félagsskap inni við.  Sú yngsta ætlaði sér sko ekki að missa af neinu og lagðist á bakið á bílaplaninu svo hún sæi allt.  Litli frændi hringsnerist hins vegar um og reyndi að horfa í allar áttir í einu.  Þessi tvö voru einna síðust inn.

Kíktum í heimsókn í dag og heimsóttum bæði norska og hafnfirska bróður + hinar gullfallegu og yndisfríðu mágkonur.  Þær voru langflottastar í rauðu náttfötunum sínum InLove  Norski bróðir sem er óumdeilt tölvuséní fjölskyldunnar hjálpaði aðeins við fartölvuna og setti svo fullt af tónlist og sögum inn á mp3 spilara þeirra bræðra.  Það heyrðist ekki múkk úr aftursætinu á leiðinni heim.  

Ég þarf að mæta í vinnu í fyrramálið Frown   Svo kannski ætti ég að fara að hugsa um að koma mér í rúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband