Einn vinnudagur og svo helgarfrí

Er bara dúndurgott - það var erfitt að fara að sofa í gær og ennþá erfiðara að vakna.  En það hafðist.

Hringdi heim, í heimasímann, rúmlega hálf tíu í morgun þar sem feðgar sváfu allir á sínu græna.   Sá stóri kom í símann, svefndrukkinn " af hverju hringdir þú ekki gemsann " ?

Ég " ertu ekki með hann á náttborðinu þínu ?"

Hann, í örlitlum pirringstón  " jú "

Ég  " akkúrat, þess vegna hringdi ég í heimasímann, svo þú þyrftir að standa upp "  Skal viðurkenna að það hlakkaði örlítið í mér.

Hann : " ok, ég skil sneiðina " og hló enda vissi hann upp á sig sökina. Finnst allt of gott að slökkva á klukkunni og halda áfram að sofa.  Sleeping 

Bræður sofnuðu ekki fyrr en um miðnætti í gær -  eins gott að þeir sofni aðeins fyrr í kvöld enda ætla ég að vekja þá fyrir níu í fyrramálið.  Ég verð örugglega vöknuð nógu snemma.  Bóndinn var nefnilega kallaður í vinnu og verður sóttur klukkan 8 í fyrramálið Devil   Ég verð örugglega sofnuð snemma, fór á fætur um miðja nótt ( eða þannig ) klukkan hálf átta í morgun.

Verð að baka á morgun - ætla að baka maltbrauð ( hrikalega gott ) og svo er fjölskylduboð á sunnudag þar sem allir eiga að koma með veitingar.  Ég verð sjálfsagt ekki í vandræðum með það Wink

Eigið góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband