3.1.2009 | 23:56
Helvítis fokking fokk
Horfðum á endursýninguna á áramótaskaupinu og þetta er eina atriðið sem bræður mundu eftir. Þeim finnst þetta skelfilega fyndið og þurfa að rifja þetta upp öðru hvoru.
Annars langar mig að helst að segja þetta líka - upphátt. Bræður eru nefnilega ekki sofnaðir ennþá. Ég vakti þá klukkan níu í morgun og þurfti að hafa fyrir því. Ætla að vekja þá klukkan átta í fyrramálið og vona að þeir nái að sofna eitthvað fyrr annað kvöld. Skóli samkvæmt stundaskrá byrjar klukkan átta á mánudagsmorguninn Mig hlakkar ekkert sérstaklega til að vekja þá bræður á mánudagsmorguninn , sérstaklega þar sem þeir finnst ekkert tilhlökkunarefni að byrja aftur í skólanum.
Ég verð fegin þegar dagleg rútína kemst á aftur. Verð fegin þegar ró kemst á bræður og þeir fara að fá útrás í íþróttum, verð fegin þegar stórsteikurnar víkja fyrir léttara fæði. Mig hlakkar hins vegar ekki til að fara að smyrja nesti aftur.
Bakaði gasalega girnilegt maltbrauð í dag og smákökur (orkubombur) sem ég ætla að leggja fram á fjölskyldukaffiborð á morgun. Þarf sennilega á róandi að halda eftir hádegi, er nefnilega búin að lofa öðrum syninum að fara í Smáralind og kaupa skyrtu. Og útsölurnar nýbyrjaðar - úff það verður fjör.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
5 ára dóttursonur minn var hjá mér í heimsókn í gær og missti smá snakk í gólfið, sá stutti sagði Helvítis fokking fokk og var stoltur af því
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:10
sem betur fer þá hafa mín litlu kríli ekki ennþá farin að taka svona vel eftir en horfðu ekki á skaupið en elsta dóttirinn horfði á það og hún hefur alla sýna tíð verið mjög mótfallinn ljótum orðum og hikar ekki við að leiðrétta þegar þau orð sem henni líkar ekki eru sögð, við erum aðeins abúin að fara á útsölu og það var aðeins verslað,það sem vantaði og ekki var nú mikill troðningur en þetta var á föstudaginn og svo í dag,
kveðja úr nerði byggð
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.