11.1.2009 | 23:53
Bloggleti og önnur leti
Nenni ekki að blogga - ætti kannski að eyða minni tíma á félbókinni
Nennti ekki að taka niður jólaskrautið fyrr en á föstudagskvöldið og jólatréð var ekki tekið niður fyrr en í gær . Útiserían er ennþá uppi. EN - til að draga aðeins úr þá eru kassarnir með jólaskrautinu OG jólatrénu komnir á sinn geymslustað úti í skúr.
Sé fram á mikla vinnu á næstunni - alltaf nóg að gera hjá bókurum eftir áramót. Þá dugar engin leti.
Bræður eru hundlatir þessa dagana - nenna ekki að vera byrjaðir í skólanum, nenna ekki að læra, nenna ekki að leika sér úti og nenna alls ekki að koma sér í rúmið á skikkanlegum tíma. Ég var ekki í uppáhaldi hjá bræðrum í gær þegar kom að fyrsta heimalærdómnum á nýju ári.
SÁ skrapp til vinar síns í gær, sem býr í þarnæstu götu. Hann átti að vera komin heim klukkan sex. Hann nennti ekki að muna það. " æ mamma, getur þú ekki látið mig fá síma og hringt svo bara þegar ég á að koma heim " Ég hélt nú ekki. Klukkan 18,40 bankaði ég upp á hjá vininum og sótti kauða. Auðvitað mundi hann ekki / eða nennti ekki að muna að hann ætti að koma heim.
Hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag - hef þó fylgst með veðurspá og horft út. Það verður kalt á morgun og hált að keyra. Nenni ekki að blogga meira. Góða nótt
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe þeir jafna sig. En þetta með jólin, ég þóttist vera búin að pakka mínum niður en áttaði mig svo á að allir jóladúkarnir eru óþvegnir.
Kaupi einnota fyrir næstu jól. Gott að það er nóg að gera hjá þér.
Gleðilegt ár elskurnar
Ella frænka (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.