24.1.2009 | 17:15
Er hér ennþá
hef samt enga sérstaka löngun til að blogga - kannski því mér finnst ekkert fréttnæmt í mínu lífi þessa stundina.
Slæmar fréttir um mótmælim, kreppu og illvíg veikindi allsráðandi í fjölmiðlum. Finn að þetta dregur mann niður. Held þó alveg haus en veit ekki um neinn sem þetta hefur ekki einhver áhrif á. Við erum öll mannleg.
Janúar hefur haft frekar stífa dagskrá hjá mér, hin daglega vinna og umsjón með heimili og börnum tekur sinn tíma . Svo þegar bræður eru komnir í rúm þá tekur heimavinnan ( bókhald sem ég færi heima ) við fram undir miðnætti. Þetta er dáltítið stíft og í dag ákvað ég að gera ekki neitt. Það þýðir akkúrat það. Enda sést það á heimilinu. Meðan ég rembist við samviskubitið yfir því að gera ekki neitt reyni ég að hvíla mig. Myndu karlmenn hugsa svona ? nei - aldrei. Ætli ég verði því ekki á harðaspani á morgun við þrif og tiltekt ? ekki ólíklegt.
Bræður eru í fínu formi - gengur vel í skólanum og sækja fótboltaæfingar samviskusamlega. Hinir vikulegu vitnisburði kennara eru með mestu ágætum og sá sonurinn sem sækir aukatíma í lestri sýnir framfarir í hverri viku.
Skólalóðin er að sögn bræðra harður heimur og öðru hvoru fæ ég að heyra sögur af illa innrættum krökkum sem hrinda, kasta snjóboltum og slá " bara út af engu ". En að sögn eru bræður með geislabaug og dytti ekki í hug að gera slíkt hið sama. JA lenti í hremmingum í vikunni þegar "einhver stelpa hrinti honum og ætlað að kýla hann á einkastaðinn, í sprellann á mér " Ég fór að spyrja hann nánar út í þetta og hvort þetta hefði verið stór stelpa ? " nei , lítil, einhver fyrsti bekklingur " svaraði strákur, frekar móðgaður yfir þessu virðingarleysi við ´hæstvirtan annars bekkjar nema.
Bræður fóru í 2 afmæli í vikunni, fyrst hjá einum varð 7 ára í desemberlok en heldur veislu fyrir vinina í janúar. Svo daginn eftir var annar að halda upp á 8 ára afmælið sitt. þetta var bara fjör, eina sem var svekkjandi var að þurfa að fara í betri föt. OG að mamman skyldi skikka þá til að fara í sturtu á föstudeginum fyrir afmælið þá.
Fésbókin er tímaþjófur, vitið þið það ?
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.