íslensk tunga lærist víða

Ég sem mikill bókaormur hef gert töluvert af því  að lesa fyrir bræður og flest kvöld vikunnar er lesin saga fyrir svefninn.   Notaleg stund fyrir alla.  JA hefur alltaf verið duglegur að spyrja þegar hann heyrir orð sem hann ekki skilur.  í fyrradag var t.d. spurt, hvað er kúbein ? 

Hinn sonurinn hefur aldrei spurt. 

Bræður fengu mp3 spilara í jólagjöf og er óhætt að segja að spilararnir séu mikið notaðir, bæði til að hlusta á tónlist, leikrit og sögur.  Bara hamingja og allir ánægðir.   það er greinilegt að eitthvað síast inn því hinn sonurinn er nú farinn að spyrja, "mamma hvað er kvalinn ?  eða " hvað er að svífa " ?  Þetta er hið besta mál.

 íEn það er ekki allur fróðleikur jafn skemmtilegur  : JA sönglar hina ýmsustu lagstúfa þessa dagana og sá sem heyrist oftast er svona :

" stubbarnir syngja og dansa makarena, þúúúú ert belja með spena "    Ekki mjög skemmtilegt en þetta rímar Woundering    Annars ætla ég ekki að voga mér að segja eitt styggðaryrði um þennan lagstúf.  Sonurinn söng nefnilega "fullorðins" útgáfu af þekktri barnagælu í kvöld.

" afi minn og amma mín

út á bakka búa

afi girðir niður um sig

og amma ................... a "

Ég vil helst ekki heyra fleiri svona útgáfur Blush

JA var boðið í afmæli til bekkjarfélaga en SÁ var heima.  fékk að fara í PS2 tölvuna á meðan.    Svo kom JA heim úr afmælinu og bræður fóru að bera saman bækur sínar

"mér finnst óréttlátt að hann fékk kökur, nammi og kók meðan ég fékk ekki neitt "

" mér finnst óréttlátt að hann fékk að fara í PS2 tölvuna en ekki ég "

Það er stundum erfitt að vera til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

þessir gaurar ykkar þeir eru ótrúlegir,ég hef reyndar ekki fengið að heyra textum breitt en ýmsar spurningar eru að koma framhjá elstu dótturinni svona stelpumál  og það er efni í bloggfærslu,mig grunar að þú vitir hvað ég á við en strákar glíma ekki við svona líkamsbreytingar en ýmislegt er verið að ía að,en kveðja til ykkar og sjáumst fljótleg,sakna þín,  enda langt síðan við hittumst síðast

kveðja úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 14:48

2 identicon

hahahahhahahah snilldarblogg. Svo gaman að lesa um eitthvað annað en kreppu og ríkisstjórn... hvað þá ríkisstjórnarkreppu!

norska mágkona (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ég hef nú ekki heyrt þessa vísu fyrr og er mikið búinn að pæla í hvað vantar inn í hana, er það "amma geyspar af lúa"?

S Kristján Ingimarsson, 30.1.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Húsmóðir

ha ha ha -  afgangurinn af vísunni verður EKKI birtur á prenti ( allavega ekki á þessu bloggi ) - en ágiskunin er ekki rétt  

Húsmóðir, 30.1.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

mig er farið að gruna afgangin af vísunni,,,,,,og amma byrjar að sj.. ætla ekki að segja meir en er þetta eitthvað í áttina þetta fer að verða spennandi strákarnir þínir eru nokkuð duglegir að koma frá sér það sem þeir uppskera í leik og akóla

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband