að fá það óþvegið

JA ákvað að hann langaði aftur að æfa fimleika.  Við kíktum við hjá þjálfaranum í gær og strákur mátti byrja strax.  Mamman ákvað að sitja og horfa á tímann.

Þetta er blandaður hópur, strákar og stelpur saman.  Börnin voru að gera kollhnís þegar ein daman snýr sér að mömmunni og segir í stríðnistón " far  þú kollhnís núna "  ég ætla að fara opna munninn og stynja upp einhverri afsökun þegar sonurinn grípur framm í  " hún getur það ekkert, hún er svo spikfeit "   Þá var það útrætt og sú stutta kom ekki fram með frekari kröfur.  ( Þó svo ég sé vissulega í yfirvigt og geti hvorki farið í splitt né spígat þá get ég vel farið í kollhnís )

Í kvöld stóð svo pabbinn uppi í stofusófanum ( var að loka glugganum ) og ákvað að hafa smá sýningu í leiðinni, enda var Eurovision undankeppnin í gangi.  Þá heyrist úr hinum stofusófanum ( JA ) " hætt essu pabbi, þú getur brotið sófann "  Ha sagði pabbinn, hvað meinarðu  ( grunaði svo sem hvað kæmi næst ) Já þú ert allt of feitur, sófinn gæti brotnað !

Við hjónin erum sem sagt búin að fá það óþvegið um helgina - og allur sunnudagurinn eftir Frown 

P.S  ætli ég verði ekki að baka eitthvað á morgun svo vesalings barnið hafi geti tekið nesti með sér í skólann og þurfi ekki að naga vettlingana sína meir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

ef börn eru ekki hreinskilin,þá veit ég ekki hvað,hef aðeins lent í vandræðum með hreinskilni barns,en gangi strákunum vel með fimleikanna

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Þetta hljómar eins og strákarnir fái ekkert að borða nema stöku vettling en foreldrarnir éti allt, hmmm.

S Kristján Ingimarsson, 3.2.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Húsmóðir

Fallegt til afspurnar, helduru      Ekki nóg með það heldur fóru báðir bræður fram á það í gærkvöldi að fá meira nesti með sér í skólann framvegis.  Það er annað hvort að kaupa meira nesti eða fleiri vettlinga

Húsmóðir, 4.2.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband