Fyrir hagsýnar húsmæður og aðra nískupúka

Ekki taka þessu bókstaflega samt !

"Mæta í mat til mömmu og láta hana passa meðan þú ferð í bíó-sem þú nota bene lætur hana borga líka....

Stela glösum af fólki á skemmtistöðum í staðinn fyrir að kaupa þér þitt eigið bús.

Gramsa í tunnuni hjá nágrönnunum.

Stela klósettpappír á almenningssalernum og fara með heim.

Fylla á sápubrúsann í sturtunni í sundlauginni/líkamsræktinni.

Stela blómum æi garðinum hjá nágrönnunum þegar þú þarft að fara í boð og færa einhverjum blóm.

Hringja í fólk og skella á áður en það svara-það hringir svo í þig tilbaka þar sem flestir eru með númerabirtir.

Falsa skiptimiðann í strætó(eru ekki ennþá skiptimiðar annars-svo langt síðan ég hef farið í strætó...)

Sofa allan daginn-þá borðar maður ekkert á meðan.

Skeina sér á fréttablaðinu þar sem það er ókeypis. Líka hægt að notast við einhverjar leiðinlegar bækur sem þú hefur lesið eða nennir ekki að lesa.

Þetta er svona það fyrsta sem mér dettur í hug-er annars ekkert góð í að spara...sorrí...  "

 

"Spara... ég kann leiðir til þess. Ég fer alltaf með konuna og börnin með mér ef ég veit af matarkynningum í Hagkaup, Nóatúni eða öðrum búðum. Búinn að kenna stelpunum að labba alltaf einn hring og fara svo og fá sér aftur, konurnar sem eru að kynna þekkja þær hvort sem er ekki aftur. Annað sem við gripum til, til að spara, var að láta stelpurnar leika sér við þá vini sem matar var von hjá í kringum matmálstíma. Það hefur gefist vel. Síðan er eitt ráð alveg brilljant til að spara í mat, fyrir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu að fara í allar erfidrykkjur sem hægt er að komast í. Þar er alltaf flott bakkelsi og nóg af því og ef vel er borðað þarf ekkert nema ómerkilegt snarl í kvöldmatinn.
Nú, varðandi bílinn, þá seldum við hann. Höfum komist vel af með bílinn hans tengdó og annarra velviljaðra ættingja. Og það sem meira er, þú færð bílinn lánaðan með bensíni og skilar honum svo aftur tómum. Og ekki er nú bensínið ókeypis eða ég tala nú ekki um tryggingarnar. Svo til hvers að vera að eyða í svoleiðis óþarfa ef hægt er að spara sér það?
Fleiri leiðir eru til að spara en ég læt þessi ráð duga að sinni."

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband