25.8.2009 | 00:01
2007 hvað ?
Eitthvað barst talið að afmælisgjöfum í kvöld þegar bræður voru komnir í rúmið. Þeir voru alveg tilbúnir að ræða svoleiðis þar sem það er ekki lengur hundrað og eitthvað dagar þar til þeir loksins eiga afmæli.
Óskalistinn hljóðar upp á BMX hjól, Play Station 3 leikjatölvu, sjónvarp til að hafa inni í herbergi, tölvu eins og pabbi á ( fartölvu ) og tölvuleiki. ( Hógværðin ekkert að flækjast fyrir þeim ) Þegar ég spurði hvort þeim langaði ekki í neitt sem kostaði ekki alveg eins mikla peninga varð smá þögn en svo kom framlenging á óskalistann. Takkaskór ( það væri svo gaman að eiga þrjú pör ) - nýjar legghlífar, markmannshanska og annar vildi markmannstreyju líka, utanyfirjakka ( eins og Andri og Jón eiga ) - Indiana Jones legó og eitthvað fleira sem ég man ekki nú.
Hvernig á ég að útskýra fyrir tilvonandi þriðjubekkingum að þessi óskalisti sé "voðalega 2007" ?
Skólasetning í fyrramálið - bræður eru ekkert sérstaklega spenntir en örlítið samt. JA er tregur til að viðurkenna að hann sé spenntur. Að sögn er hundleiðinlegt í skólanum, maður þarf alltaf að læra svo mikið, allan dagin og það er næstum aldrei frjálst. Svo eru frímínúturnar alltaf ótrúlega stuttar. Þetta er frekar erfitt og ósanngjarnt líf í skólanum.
Búið að versla mest allt skóladót nema hvað blýantslagerinn sem móðirin hélt að væri til staðar frá í fyrra er tómur. þarf að kaupa blýanta á morgun.
Fór í tvö afmæli um helgina, í sama hús og samskonar kökur á boðstólum :-) Hrikalega góðar.
Um bloggið
kona á besta aldri
246 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey það er kreppa gott að geta nýtt kökurnar í 2 veislur :) gott að þær voru góðar það er nefnilega svo langt í næsta hahahhahaha :)
lillý (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.