Mig hlakkar svo til

þegar ég verð átján ára sagði glaðbeittur næstum átta ára strákur þegar hann var kominn upp í rúm og undir sæng í kvöld.

Nú, af hverju elskan mín sagði mamman eflaust dálítið skilningssljó á svipinn.

Já þá verð ég bæði kominn með tölvu inn í herbergið mitt OG bílpróf sagði strákur og brosti  afskaplega skörðóttu en einlægu brosi.

Þegar strákur verður átján ára ætlar hann ennþá að búa heima en vera kominn í sérherbergi.  Þó svo honum þyki ekki mjög skemmtilegt í skólanum ( maður þarf alltaf að læra svo mikið ) þá var hann frekar jákvæður út í tilhugsunina um að vera í skóla þegar hann yrði 18 ára svo hann fengi nú skemmtilega vinnu þegar hann yrði stór.  Ég taldi upp ýmis starfsheiti  eins og geimfari, læknir, vörubílstjóri, lögga, flugmaður og ýmislegt annað.  Strák leist hins vegar best á að verða  frægur fótboltamaður og láta setja mynd af sér á fótboltaspil.  Ég reikna því fastlega með að hann mæti á fótboltaæfinguna með bros á vör á morgun.

Húsmóðirin fór í frí í kvöld, nennti ekki að elda og ákvað að panta pizzu ( það er nú útborgunardagur ) á tilboði að sjálfsögðu.  Þegar pizzan kom í hús og ég fer að fóðra bræður skil ég af hverju af hverju flatbakan var á tilboði.  Hún var svo þunn að það sást nánast í gegn um hana.    Ég borðaði hálfa sneið og fékk mér svo jógúrt.  Bræður og bóndi voru ekki lengi að klára gegnsæu flatbökuna.  Þar sem hún var ekki þung í maga þá hesthúsuðu þeir einn líter af súrmjólk og næstum einn líter af ab mjólk í eftirrétt, með slatta af púðursykri .   Þá voru þeir loksins saddir.

Tobías mágkona verður fertug eftir nokkra klukkutíma - áfanganum var hins vegar fagnað á laugardaginn í stórskemmtilegu og flottu afmæli sl laugardag.   Er farin að hlakka til þegar hún verður fertug næst Wink

Góða nótt - húsmóðirin sem þarf bráðum að smyrja nesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

246 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband