3.9.2009 | 08:52
Ég nenni ekki í skólann
sagði úrillur strákur í morgun. Nú af hverju ekki, vinur sagði mamman blíðlega ( búin að læra að reynslunni að silkihanskar eru yfirleitt það eina sem dugar á þennan strák á morgnanna )
" Bara" sagði strákur fúll og breiddi sængina upp fyrir haus. Ég skreið upp í rúm til hans og spurði " eigum við skrópa " ? Hvað er að skrópa sagði strákur og horfði hissa á mömmu sína. " Það þýðir að þú mætir ekki í skólann og ég mæti ekki í vinnuna. Við verðum bara heima, læsum húsinu og förum ekki til dyra ef einhver kemur. Ef síminn hringir þá svörum við heldur ekki.
Strákur hugsaði sig um smá stund en spurði svo , hvaða dagur er í dag ? Þegar kom í ljós að það var fimmtudagur þá brosti strákur og sagði, ég ætla að fara í skólann, kannski er grjónagrautur í matinn ? ( Alltaf grjónagrautur annan hvern fimmtudag í matnum í skólanum )
(tilhugsunin um að vera heima heilan dag, innilokaður í húsinu með mömmu var greinilega ekki mjög freistandi fyrst hann tók mögulegan grjónagraut fram yfir það.) Ég setti upp falskt bros bros og sagði " já kannski " vitandi það að það væri fiskur í matinni í skólanum í dag.
En strákur fór í skólann með bros á vör - viðbúið samt að hann brosi ekki eins breitt þegar hann sér hvað er í matinn !
Um bloggið
kona á besta aldri
246 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.