20.9.2009 | 18:40
Við erum alveg eins og tvíburar
sagði annar sonur hálf glottandi þegar bræður voru á leið út, þegar í ljós kom að þeir voru nánast alveg eins klæddir, blár íþróttagalli, eins skór og samskonar svört yfirhöfn.
Mér fannst þetta fyndið þar sem því verður ekki mótmælt að bræður ERU tvíburar. Þegar þeir voru minni voru þeir reyndar mjög oft svipað eða eins klæddir. En eftir því sem þeir stækkuðu fjölgaði skiptunum sem þeir voru EKKI eins og það má segja að frá því þeir byrjuðu í skóla hafi þeir sjálfir séð um að velja sér föt og á tímabili gerðu þeir í því að vera EKKI eins.
En hún er lífsseig þessi "mýta" að tvíburar þurfi og eigi alltaf að vera eins. Ég man eftir að hafa fengið spurningu frá skólafélaga þeirra bræðra : Af hverju eru þeir ekki alltaf eins klæddir, þeir eru tvíburar ?
Tvíburar eru í fínu formi - fóru til Reykjavíkur með skólanum í vikunni. Strákur hringdi í mömmu sína þegar heim var komið úr ferðinni. Við spjölluðum um ferðina og strákur sagði mömmu frá því helsta. En hann geymdi það besta þar til síðast " mamma, veistu hvað við vorum heppnir , við fengum bæði pizzu, og og ís " Greinilega hápunktur ferðarinnar. !
Ég bakaði mjög óholla súkkulaði köku áðan, - en jemundur minn hvað hún var góð
Um bloggið
kona á besta aldri
247 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tvíburaumræðan er allt í einu farin að aukast á okkar bæ,og þau pæla mikið í þessu að þau séu tvíburar,og hverjir eru ekki tvíburar,en gaman af umræðunum hjá þeim um þetta mál
kv úr neðri byggð
p,s. sendi þér
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 21.9.2009 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.