1.10.2009 | 23:33
óþægir illa innrættir glæpamenn ?
kannski full hart orðað en ég er að tala um afsprengin.
Síðustu tvær vikur hefur búðarþjófnaður, ljót og skammarleg hegðun gagnvart yngra barni í skólanum ( með tiltali frá kennara, skólastjóra og viðtali við deildarstjóra ) verið á dagskránni.
Til viðbótar ákvað annað afkvæmið að leika sér aðeins inni á baðherbergi. 1/2 túba af háreyðingarkremi og samsvarandi magn af raksápu ( fyrir konur ) var skolað niður um vaskinn og ca 1/3 af svokallaðri hitavörn ( hársprey sem er sprautað í hárið áður en maður notar sléttujárn ) var úðað yfir herlegheitin. Gat ekki krakkadýrið valið sér ódýran sjampóbrúsa úr Bónus í staðinn fyrir dýrustu vörurnar sem voru í hillunni ? Urr - ég var ekki glöð.
Til að toppa þetta var svo hringt í dag og ég beðin um að spyrja annan soninn hvort hann hefði tekið þátt í því að fara inn í vörubíl sem stóð fyrir utan heimahús, svona rétt á meðan bílstjórinn skrapp inn að fá sér kaffisopa.
I - the mother of the criminal twins !
Svo er ég búin að vera með súper túrbó magn af hor í nös þessa vikuna og það hefur ekki haft jákvæð áhrif á skap. En hvítlauks, engifers, pipars súpan sem ég kokkaði í gærkveldi gerði næstum því kraftaverk og ég er öll að komast í lag.
Styttist óðum í afmæli bræðra og þeir farnir að telja niður. Móðirin hefur stóra drauma varðandi veisluna og langar til að búa til vatnsslag, vatnsbyssustríð, drullukastkeppni og fleira skemmtilegt. Það er vonandi að veðurspáin verði áætlun minni hliðholl.
Sonur (sem er í tölvubanni) hringdi í mömmu þegar hann var búinn í skólanum í dag og spurði hvort hann mætti fara í tölvuna. Hann varð hinn fúlasti þegar ég minnti hann á bannið, kvartaði yfir ósanngirni og óréttlæti og skellti svo á. Ég horfði orðlaus á símann minn þegar ég uppgötvaði hvað hafði gerst. Hringdi þrisvar í hann en fékk bara talhólf. Sendi honum sms " Hringdu í mömmu strax " Hann má þó eiga það að hann hringdi strax til baka og þegar ég spurði af hverju hann hefði skellt á mig kom fýlulegt svar, " mig langaði ekkert að tala við þig " það var sko greinilegt að ég var hríðfallin af vinsældalistanum. En við ræddum þetta betur þegar ég var komin heim og hann lofaði að gera þetta aldrei aftur.
Fótboltinn er kominn í haustfrí - en fimleikaæfingar eru tvisvar í viku. Svo byrjaði annar sonurinn á "freestyle" dansnámskeiði í dag - hlakkar rosalega til að læra að dansa eins og Michael Jackson.
Stóri hamast við heimalærdóm - er í íslensku og dönsku þessa stundina og hefur meir en nóg að gera. Ég ætla ekki að segja hvað ég er stolt af karlinum mínum að drífa sig í nám á gamals aldri ( sorry honey ) en þetta er heilmikið átak að drífa sig í skóla eftir 30 ár, illa lesblindur i þokkabót.
krossbrá og pússaði gleraugun mín vel og vandlega þegar ég sá nýjustu myndir af norska bróður MEÐ ALSKEGG.
Bræður pöntuðu kvöldmatinn á morgun - annar vildi fá ávaxtasalat með súkkulaðispænum og þeyttum rjóma. Hinn vildi skyrsúpu með ávöxtum ( eins og hann gerði í heimilisfræðinni í skólanum í vikunni ) Það verður sem sagt tvíréttað á morgun, allavega.
vonandi verður næsta vika ( og bloggfærsla ) aðeins jákvæðari.
Um bloggið
kona á besta aldri
247 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég verð að viðurkenna að ég fékk hnút í magann eftir skammarstrikin á þínum púkum,vona að ykkar bíði betri tíð
svo eru okkar púkar alveg að verða fjögra ára
vonast eftir góðri framtíð
kv húsfreyjan úr neðri byggð
p,s
sendi þér knús og koss
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.