22.10.2009 | 18:07
Hvernig í ósköpunum fór fólk að með veik börn heima hér áður fyrr ?
Hef svo iðulega hugsað út í þetta þegar veikindi hafa stungið sér niður hérna og sjónvarpið/vídeó/dvd gengur "non stop". Geðheilsa mín, og sjúklingana væri komin langt út í buskann á fyrsta degi veikinda. En börnin hafa sennilega verið mun duglegri að hafa ofan fyrir sér sjálf - eitthvað sem allt of mörg nútímabörn kunna og geta ekki.
SÁ er búinn að vera heima í tvo daga - með hita og flensu. Ekki þessa sem er kennd við svín, að ég held allavega. Honum líður aðeins betur og amma í rauðahúsinu ætlar að tala að sér sjúklingapössun á morgun svo mamma komist í vinnuna.
Fyrri part vikunnar var hinn sonurinn slappur og sljór. Hann tók síðustu helgi og vetrarfríið fyrri part vikunnar í að liggja eins og skata( fyrir framan sjónvarpið, nema hvað ) með hitavellu en var orðinn nógu sprækur til að fara aftur í skólann í gær. Honum fannst frekar súrt samt að bróðir hans "fengi" að vera heima en hann yrði að fara í skólann.
Pabbi átti afmæli i gær - og vegna þrýstings frá fjölskyldumeðlimi varð ég að gjöra svo vel að snara fram eins og einni köku. Ekki gat ég boðið bóndanum upp á góða máltíð þar sem hann var að fara skólann og hafði ekki tíma til að borða. Lítið hátíðlegt við þennan afmælisdaginn.
Afi á Djúpavogi ( sem keypti sér mótorhjól i sumar ) meiddi sig á hendinni um daginn og var frá vinnu í nokkra dag. Ég fór að segja JA að afi hefði meitt sig í hendinni. " Datt hann á mótorhjólinu ?" spurði strákur. Það var alveg viðbúið að það yrðu einhver slys þegar afar tækju upp á því að keyra um má mótorhjólum á gamals aldri.
SÁ ætlar sér að læra að binda slaufur og reima skóna sína. Hann notar hvert tækifæri til að æfa sig og þar sem viljinn er töluvert meiri en stirðu puttarnir hans ráða við þá eru það ansi margir hnútarnir sem búið er að binda og mamma og pabbi hafa þurft að leysa.
Ætla að vera lásí húsmóðir og elda unna kjötvöru og þurrvöru. Sveitabjúgu frá Kjarnafæði og kartöflumús úr pakka verður á boðstólum í kvöld !
Um bloggið
kona á besta aldri
247 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
blessuð húsmóðir
já þar er ég þér sammála hvað gerðu börn í gamla daga,en ég man að það var leikið sér mikið heima hjá okkur systrum í gamla daga enda mjög nánar og lítill aldursmunur,já alltaf eitthvað hægt að gera og ekkert tölvu og sjónvarpsgláp,hér á bæ er verið að halda þessu svona aðeins frá og gengur það bísna vel,það má horfa á mynd en svo er slökkt og við tekur önnur skemtun,og oftast gengur þetta upp, en það er voða þægilegt að hafa mynd til að horfa á hehe
kv úr neðri byggð
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 28.10.2009 kl. 12:26
ég man eftir mörgum veikindum... í rúminu... láta sér leiðast..hlusta á plötur...lesa bækur... við áttum aldrei vídjó... greyið mamma!
Norska mágkona (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.