Snemma að sofa ?

" mamma svo átt þú að fara snemma að sofa í kvöld svo þú eyðileggir ekki fyrir okkur "  sagði strákur í skipunartón eftir kvöldmat.  Mamma hristi hausinn dálítið skilningssljó en fattaði svo hvað strákur meinti.  " ég á sem sagt að vera farin að sofa þegar jólasveinninn kemur því ef ég er vakandi þá kemur hann ekki neitt og þið fáið ekkert í skóinn ?"  Já, sagði strákur, greinilega ánægður með að mamma skyldi vera með allt á hreinu.

Jólasveinninn kemur nefnilega til byggða í nótt og það má setja skóinn upp í glugga í dag.  Bræður gerðu það í morgun áður en þeir fóru í skólann,  svona til að vera alveg öruggir.  Þeir ráku á eftir mér í kvöld með að tannbursta sig og svoleiðis og fóru snemma að sofa.   Ef ég þekki mína drengi rétt þá verða þeir vaknaðir sérlega snemma í fyrramálið.

Bræður bíða spenntir - bara sex dagar í jólafrí. 

Síðan ég bloggaði síðast hef ég :

  • þvegið einn stráka gsm síma í þvottavél -  komst að því að hann var ekki vatnsheldur.
  • Keypt nýjan bíl
  • Haldið upp á fertugsafmælið mitt
  • eytt of miklum tíma á fésbókinni
  • Farið á allavega einn óþægðarfund í skólanum
  • rekist á skrýtin leitarorð í tölvunni sbr. "sexi" og "sexý"
  • Látið virkja netvarann
  • Eignast fleiri naggrísi

Fór út að borða með vinnufélögum í gær - get fullvissað ykkur um að maturinn á sjávarkjallaranum er guðdómlegur.  Hvílík nautn fyrir bragðlaukana.

Ætla að reyna að baka eitthvað á morgun.

kv húsmóðirin sem fer vonandi að eyða meiri tíma í að blogga og minni tíma á fésbókinni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg var farin að halda að þú hætt að blogga.Gott að svo er ekki.Kíki reglulega og verð að segja að þú ert fjári góður penni.'E sé að strákarnir þínir eru nokkuð eðlilegir en er þetta eitthvað nýtt að vera alltaf að senda tölvupósta ef eitthvað gerist.Hvað gerðu kennarar áður en tölvur urðu til.?

Hafdís. (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

það er gott að við hittumst oftar en þegar þú setur inn bloggfærslu en alltaf gaman að lesa bloggin þín,við sjáumst fljótlega

kv úr neðri byggð

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 13.12.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband