Jólasveinar

Bræður halda áfram uppteknum hætti að minna mömmu á að fara snemma að sofa.  Móðirin hélt til Reykjavíkur á laugardagskvöld í afmæli og bræður höfðu af því nokkrar áhyggjur hversu seint/snemma mamma kæmi sér heim.  Allt gekk þetta nú upp, mamma skilaði sér heim á skikkanlegum tíma og jólasveinninn laumaði glaðningi í einn kuldaskó og einn takkaskó. 

Annar sonur spurði í kvöld hvort við gætum ekki skilið þvöru eftir í glugganum fyrir Þvörusleiki ?  Hann var nú samt ekki alveg viss um hvað þvara væri en tók vel í hugmynd bróður síns að gefa sveinka smákökur og mjólk.  " hann frændi gaf jólasveininum mjólk og kökur og fékk í staðinn þrjá pakka af fótboltamyndum "   Ég var nú ekki alveg að kaupa það að sveinki þægi mútur - hann væri sko löngu búinn að ákveða hvað börnin fengju í skóinn þegar hann kæmi og mjólk og smákökur breyttu engu um það.  Bræður keyptu þau rök en vilja samt sem áður gefa sveinka mjólk og kökur.  Heppilegt að ég sé að baka súkkulaðibitakökur núna !

Það er 14 desember í dag og um klukkan 7 í kvöld var 9-10 stiga hiti.  Bræður fóru í klippingu til hárgreiðslufrænku i kvöld - við fórum hjólandi.

Ætla að taka súkkulaðibitakökurnar úr ofninum og horfa á endursýningu á spaugstofunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband