Nýtt blogg - nýtt ár

Bloggandinn hefur eytt of miklum tíma á fésbókinni undanfarið Frown - því miður.  Þótt fésbókin sé skemmtileg í hófi þá verður ekki af henni skafið að hún er helv....... tímaþjófur. 

Nýtt ár rann upp hér á heimilinu eins og annars staðar í veröldinni.  Við vorum stödd hjá afa og ömmu í rauða húsinu þegar nýja árið rann upp.  Bræður voru þó orðnir ósköp framlágir og um fjörutíu mínútum eftir nýja árið rann upp vorum við komin heim og bræður komnir undir sæng.

Jól og jólafrí hefur verið með allra letilegasta móti.  Við vorum svo lukkuleg við hjónin að vera bæði í fríi á þorláksmessu og bóndinn var að mestu í fríi milli jóla og nýárs.  Ekkert frí hjá mér enda bæði verið að mála skrifstofuna og svo er að renna upp anna og stress tími í vinnunni, ársuppgjör og allt sem því fylgir.   Bræður hafa verið í fríi síðan 18 des en það er ekki fyrr en á nýja árinu sem þeir hafa sofið lengur en til 8,30 á morgnanna.  Jólasveinninn hélt þeim bræðrum við efnið fyrir jól og þeir voru iðulega komnir á fætur fyrir kl 7 á morgnanna til að kíkja í skóinn.

Annar sonurinn var svo spenntur yfir þessu að hann vaknaði iðulega um miðja nótt  til að skoða í skóinn.  Ef sveinki hafði skilið eitthvað matarkyns eftir þá borðaði hann það strax og lagðist svo til svefns aftur.  Sleeping

Það sér á sófaáklæðum (slit) eftir þessi jól og mesta furða að túbusjónvarpið sé ekki búið að bræða úr sér.  Það er sem sagt búið að liggja fyrir og horfa á sjónvarpið eða dvd stóran hluta af fríinu.  Svo erum við gamla settið alveg steinhissa á að vera með verki í  skrokknum.  Eins og sé ekki nóg að vera með meltingartruflanir og magaverki af ofáti............

Skítakuldi úti  þó veðrið sé stillt og fyrirsjáanlegt að sófinn slitni aðeins meira í dag en í gær.

Við fórum í bíó í gær og ákváðum að fara í Smárabíó.  Sáum að það var ekki kreppa í Smáralindinni en það var nánast hvert einasta bílastæði fullt.  Útsölur byrjaðar af fullu trukki og kaupóðir íslendingar með brjálæðisglampa í augum þrömmuðu um gangana.   Ég hefði örugglega slegist í hópinn ef ekki hefði verið fyrir viðhengin þrjú - karlinn og börnin. 

Ég mæli alveg með Alvin og íkornunum 2 !

 

P.S  Setti mér engin sérstök áramótaheit en fullt af markmiðum.  Þau eru mörg hver heilsufarstengd og snúa að sjálfri mér.

P. S nr tvö - Ætla ekki að fjalla um Icesave - það eru hvort eð er nógu margir búnir að því.

P.S nr þrjú :  Mér fannst áramótaskaupið mjög gott.  Langt síðan ég hef hlegið svona mikið að skaupinu.  Lokaatriðið er auðvitað bara snilld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband