14.1.2008 | 08:40
hálf sjötugur
Uppáhalds norski bróðir minn fagnar þeim áfanga í dag
til hamingju með afmælið kæri bróðir.
Þeir sem vilja vita hver maðurinn er vinsamlegast leitið upplýsinga hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 23:21
hafragrauturinn þinn ?
Hvernig er hann ? - mig er farið að langa að prófa ný tilbrigði við hafragrautinn þó svo bræður séu bara sáttir við okkar hefðbundnu útfærslu. þ.e. 1/2 kaka weetabix er mulin á diskinn meðan grauturinn mallar í örbylgjuofninum ( hafragrjón, vatn og hnefafylli af rúsínum ) og bleytt upp í því í með mjólk. Stundum set ég reyndar líka smá hörfræ út í grautinn - agalega gott fyrir meltinguna. þegar grauturinn er kominn á diskinn er 1 tsk kanilsykur stráð yfir. Bragðast vel og við mæðgin borðum þetta yfirleitt með góðri lyst á morgnanna. Bræður fá sér lýsi líka en móðirin kúgast svo allsvakalega yfir lýsinu að hún kemst upp með að sleppa því.
En mig langar að vita hvernig þetta er hjá þér ágæti lesandi ( ef einhver les þ.a.e.s )
Kv húsmóðirin sem fór með eiginmanni og bræðrum að horfa á Alvin og íkornana í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 22:25
Blóm - af hvaða tilefni ?
Ég fékk blóm áðan, frá eiginmanninum. Ekki af neinu sérstöku tilefni svo sem. Hann var að vinna í Reykjavík í dag og færði mér blóm þegar hann kom heim. Mér finnst svo miklu meira vænt um að fá blóm af svona "engu" tilefni heldur en blóm á mæðradaginn, konudaginn eða svoleiðis.
Bræður fóru í afmæli í dag frá kl 16-18. Mættu uppstrílaðir í nýju gallabuxunum sínum og með gel í hárinu, Við mæðgin fórum í verslunarferð, í Bónus fyrst og svo var að velja afmælisgjafirnar fyrir afmælisbarnið. Það tókst í búð númer tvö. í búð númer eitt fundum við enga afmælisgjöf en svona til að versla eitthvað þá keypti mamman 2 jólaseríur á 108 kr stykkið. það gladdi litla aðhaldssama húsmóðurhjartað. í búð númer 2 gladdist aðhaldssama húsmóðurhjartað ekki neitt heldur bara borgaði afmælisgjafirnar sem bræður völdu. Í búð nr 3 gat aðhaldssama húsmóðurhjartað tekið gleði sína á ný því gólfmotturnar sem hún er búin að ætla að kaupa síðan í haust voru komnar á útsölu
Ánægjubrosið var ennþá við lýði í fimmtu og síðustu búðinni en þar var hægt að gera góð kaup á helgartilboðum. En eftir það fórum við heim enda bræður orðnir hundpirraðir á þessari búðarsýki móðurinnar.
Þegar bræður voru komnir í afmæli átti mamman sannkallaða lúxusstund - brauðsneið, kaffibolli með kaffirjóma, fréttablaðið og 24stundir og heill klukkutími sem fór bara í þetta. Þetta er stundir sem ég á svo sjaldan ( friður til að lesa blöðin ) að ég naut þess í botn. Að þessum dásemdarklukkutíma loknum kallaði raunveruleikinn hins vegar hástöfum og næsti klukkutími var á spani við að ganga frá eftir bónusferðina og svo að undirbúa og elda kvöldmatinn.
Veit ekki hvað við gerum á morgun - förum jafnvel í bíó þegar bræður verða búnir að læra Kv húsmóðirin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 22:05
Fótbolti
Við kvöldmatarborðið barst talið að fótbolta og fótboltabúningum .
JA " ég held með efsta liðinu í fótboltadeildinni"
Pabbi " hvaða lið er það ?
JA " það er í rauðum búningum og með ljón á merkinu "
Pabbi " jahá - en hvað með Chelsea ? ( stráksi á Chelsea búning sem hefur lengi verið í uppáhaldi )
JA " huh ég held sko ekkert með þeim, Chelsea er ömurlegt !
Þá vitið þið það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 23:28
Hafragrautur
Veistu hvað mig langar í morgunmat ? spurði SÁ þegar búið var að lesa kvöldsöguna og ég var að breiða ofan á hann í kvöld . Ég vissi það ekki en átti von á svari eins og "nammi" eða "pizzu með karamellum " Ekki aldeilis " alveg yndislegan hafragraut " var svarið sem ég fékk Honum verður að ósk sinni - alveg örugglega.
Rútínan í skólanum er komin í gang og bræður hafa verið duglegir að lesa heima. Svo kemur fyrsti heimanámsskammturinn eftir jólafrí á föstudaginn. Bræður fóru stoltir og ánægðir í nýja fótboltabúningnum sínum í íþróttir í morgun og ég varð að LOFA að vera búin að þvo þá fyrir íþróttatímann á föstudaginn.
bræður eru tiltölulega nýbúnir að læra að spila ( á spil ) og ekki langt síðan þeir fóru að spila sjálfir, t.s. slönguspil, innipúkaspilið og svoleiðis. Í mestu uppáhaldi er "spilabingó" og svo "veiðimaður" Mamman spilar stundum veiðimann með bræðrum en stundum spila þeir bara tveir eða með vinum. Spilareglur eru samt breytilegar eftir því við hvern er spilað. T.d duga ekki færri en þrír spilastokkar eða 156 spil þegar bræður spila saman en merkilegt nokk þá dugar einn stokkur alveg þegar mamman spilar með
Ekki nóg með að bræður séu orðnir flinkir í spilum heldur sýnist mér þeir vera orðnir ansi klókir í spilasvindli líka - það er allavega undarlegt að vinkona þeirra í næsta húsi tapar alltaf þegar hún spilar við þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 21:24
Eins gott
![]() |
Límdi sig fastan við rúmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 23:56
að " afvatnast" og sníkjudagur !
meðferðin " að snúa sólarhringnum við " hjá bræðrum gengur ekki allt of vel og ekki laust við að mömmunni kvíði fyrir því að vekja þá í fyrramálið. Fyrsti skóladagurinn var í dag - reyndar ekki fyrr en kl 10. Þótt bræður væru sendir í rúmið kl hálf tíu í gærkvöldi þá voru þeir ekki sofnaðir fyrr en um ellefu. Voru vaktir fyrir níu í morgun og fannst bara gott að fá hafragraut aftur. Fyrsti skóladagurinn var skemmtilegur og gaman að hitta kennarann og bekkjarfélagana aftur. Svo fengu þeir sendingu frá jólasveininum á Kanarí En konan í skólagæslunni fór á Kanarí og hitti jólasveininn þar sem langaði svona rosalega til að senda krökkunum á Íslandi smá glaðning ! Ekki ónýtt að eiga blýant frá "kanaríska jólasveininum "
Bræður voru sendir í rúmið rúmlega 9 í kvöld en voru ekki sofnaðir fyrr en um hálf ellefu Það eru allar afsakanir búnar að heyrast, " ég get ekki sofnað, ég er þyrstur, ég þarf að pissa, augun mín vilja ekki lokast, " og svo framvegis. Annars kom ný afsökun frá JA en hann gat ekki sofnað af því að" Pó mín ( tilheyrir Stubbafjölskyldunni) er alltaf að toga í eyrun á mér Ég átti dálítið bágt með að halda andlitinu
Annars eru þeir bræður yfirleitt góðir að fara að sofa en þegar maður er búinn að vera í næstum 3 vikna fríi og varla nennt úr að leika sér þá er maður ekkert rosalega þreyttur.
í gær - á þrettándanum - er hefð hér í bæ að börn klæði sig í grímubúning, gangi í hús og biðji um gott í poka. Bræður tóku þátt í fyrsta skipti í gær og fannst dagurinn ógurlega lengi að líða en það er ekki byrjað fyrr en seinnipartinn. Loksins varð klukkan fimm og spenntir bræður í kuldagalla með skrímslagrímur og poka lögðu af stað. " Við getum ekkert farið aleinir " sögðu bræður svo mamma klæddi sig í kluldagallann líka og fór með. Bræður voru frekar uppburðalitlir og vildu bara fara þar sem þeir þekktu til. Lína Langsokkur ákvað að slást í hópinn og bræður notfærðu sér óspart að Línu fannst minnsta mál að banka hjá ókunnugum og biðja um gott í poka.
þegar búið að var að fara í nánasta nágrenni þurfti að sjálfsögðu að herja á vinina úr skólanum svo mamman mátti gjöra svo vel að gerast bílstjóri fyrir skrímslabræður og Línu. Vinirnir voru að sjálfsögðu allir úti að sníkja en mömmur þeirra áttu allsstaðar eitthvað gott í pokann. Fljótlega eftir það ákváðu bræður að það væri kominn tími til að halda heim á leið og snæða eitthvað af namminu. mamman samþykkti það fúslega þar sem hún sá ekki nokkra einustu ástæðu til þess að fara í fleiri hús og sníkja meira. ( Þeir verða örugglega búnir að fatta það á næsta ári = því fleiri hús , því fleira nammi ) Bræður eiga því ennþá nammi í poka og eiga að láta það endast einhverja daga í viðbót.
Það stefnir allt í átök í fyrramálið við að koma bræðrum á fætur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 00:11
Flottur pistill
hjá norska bróður - hægt að lesa hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 23:48
Manni líður ekki vel þegar manni líður illa
sagði 6 ára sonur minn í vikunni, sá hinn sami og heimsótti Barnaspítala Hringsins sl laugardag. Þetta er svo sem engin ný sannindi en þegar þau koma frá 6 ára þá finnst manni ( allavega mér ) þau svolítið spekingsleg.
Heilsufarið á þeim stutta er búið að vera svona la la - hann hefur verið aumur í maganum en bara þegar er ýtt á magann. Hann er hins vegar búinn að vera svolítið slappur, lystarlítill oft á tíðum og stundum kvartað undan ógleði. En undanfarna daga hefur hann verið allur að hressast og mamman á alveg eins von á því að miður hollt fæði, mikil innivera og óreglulegur svefntími eigi jafnvel sinn þátt í heilsufarinu. hafragrautur á morgnanna, dagleg rútína og reglulegur svefn getur nefnilega gert kraftaverk. Skólinn byrjar aftur á mánudag og ég verð mikið fegin þegar hversdagurinn tekur við aftur.
Annars er búið að vera gestkvæmt í dag, á tímabili voru 6 börn að leika sér hér og 6 fullorðnir í eldhúsinu . Það er mun meira en venjulega - sérstaklega gaman að sjá Hótelfrænda og fjölskyldu en það er allt of langt síðan þau hafa komið. Hárgreiðslufrænka og hennar maki voru einnig á ferðinni, litu við til að þiggja kaffi og sýna nýja bílinn sem þau voru að kaupa.
Bræður eru í "meðferð" núna - verið að trappa þá niður með að fara fyrr að sofa og vakna fyrr. Vöknuðu ekki fyrr en um´kl hálf tíu í morgun og voru svo hundfúlir yfir því hvað barnatíminn væri stuttur EFtir útiveru og hjólaferðir á gömlu haugryðguðu hjólgörmunum, fyrir utan það að skreppa og horfa á brennu þá hafðist það af að koma öðrum í svefn fyrir kl hálf tíu í kvöld, hinn sofnaði ekki fyrr en rúmlega 10. Ætla að láta klukkuna ræsa hálf níu í fyrramálið. Annars er hellings dagskrá á morgun´. Hér í bæjarfélaginu er þrettándinn kallaður sníkjudagur en þá klæða börnin sig í grímubúninga og halda af stað í smá hópum seinnipart dags til að sníkja eitthvað gott í poka. Svo er þrettándadagskrá um kvöldmatarleytið sem gæti staðið eitthvað fram yfir fréttatíma allavega. Skólinn tekur greinilega tillit til þess þar sem fyrsti skóladagur eftir jólafrí byrjar ekki fyrr en klukkan 10.
Ekki meira blogg í kvöld, sjónvarpið hundleiðinlegt svo sennilega er það bara rúmið fyrir miðnætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 23:18
að ættleiða ættingja
Mikið væri ég stundum til í að geta ættleitt nokkrar frænkur, frændur og ömmur. Synd að það skuli ekki vera hægt því það er svo fuuuuullllt af einmanna fólki allt í kring um okkur.
Annars er það ekki góðsemin ein sem er að plaga mig - skólinn ekki byrjaður og ég er aftur heima á morgun með strákana. Mig vantar sem sagt pössun og þá leitar maður yfirleitt fyrst til ættingja !
Ef þið vitið um spræka ömmu sem er til í að fara í fótbolta, spila veiðimann, innipúka og bingó, búa til skrýmsli og vélmenni úr legó og fleira sem 6 ára guttum þykir skemmtilegt þá endilega bendið henni á þessa síðu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
kona á besta aldri
117 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar