Þegar ég verð unglingur

þá ætla ég upp á þak, lýsti SÁ yfir í dag.   Til hvers ? spurði mamman, sjálfsagt frekar ógáfuleg á svipinn.  Nú, til að stökkva í snjóinn  sagði sá stutti og hristi hausinn yfir þessu skilningsleysi móðurinnar.    Þó svo ég sjái ekki tilganginn með þessu þá má ég sjálfsagt vera þakklát fyrir að hann ætlar að halda sér á jörðinni þangað til.

kvöldmaturinn var kakósúpa, úr pakka Blush .  það vakti tóma lukku hjá bræðrum þegar það uppgötvaðist og greinilegt að "eldamennskan" gat ekki gengið nógu hratt.  Allavega sá JA sig tilneyddan til að segja mér að það væri frost hjá hjartanu hans og það var greinilega þörf á heitri kakósúpu til að bræða frostið. 

Bræður voru fljótir í rúmið í kvöld, þreyttir eftir daginn, útiveru, sundæfingu og til að kóróna allt þurfti að labba fram og til baka á sundæfinguna.  Sumir ætti að sofa vel í nótt Sleeping

"Fjarstýringubílar" eru ekki eins pirrandi um miðjan dag eins og þegar fréttatíminn er í sjónvarpinu, komst að því í dag. 


Hverjum í andsk........ datt í hug að gefa

strákunum mínum fjarstýrða bíla í jólagjöf Devil

það er eins og mig minni að gefandinn sé barnlaun og komi úr minni fjölskyldu.    Ef sá hinn sami eignast einhvern tímann afkomanda þá er trompet, trommur og rafmagnsgítar þegar kominn á gjafalistann frá mér Tounge

Þessi pistill er í boði húsmóður sem vantar sárlega eyrnatappa núna. 

 


Er þetta nautakjöt ?

spurði JA í gærkvöldi þegar hann leit á matarborðið.  Mamman þagði smá stund en benti svo á sundurskorinn sviðakjammann og spurði á móti , ertu að meina þetta ?   Ég veit að barnið fær ekki oft nautakjöt ( alla vega ekki heima hjá sér ) og enn sjaldnar þorramat sem var á boðstólum hér í gær.  Svið, hangiket, lifrarpylsa, rófustappa, súrmatur, harðfiskur, flatbrauð og rúgbrauð.  Sú hefð hefur skapast hér á bæ að bóndinn fær þorramat á bóndadag og bjór með.  Hann er alsæll með það og þá er takmarkinu náð.  Er ekki bóndadagurinn fyrir bóndann ?

SÁ kom með gjöf handa pabba heim úr skólanum í tilefni dagsins - fína vatnslitamynd af húsinu okkar.  Voða sætt Joyful og pabbinn ánægður með myndina.   Bræðrum fannst greinilega mamma skilin pínulítið útundan, að pabbi , og pabbar almennt ,ættu svona"bóndadag"     Er þá bóndakonudaguinn á morgun ? spurði JA  - pabbin gat ekki stillt sig um að skella upp úr en mömmunni gekk betur að hafa stjórn á svipbrigðunum og skýrði út fyrir drengnum að eftir 30 daga ( eða um það bil ) væri dagur sem  héti konudagur.  Bræður voru sáttir við það.

Reykjanesbrautin var ófær í gær og Grindavíkurveguinn illfær svo ég komst ekki í vinnuna í gær.   Í staðinn aðstoðaði ég í mötuneyti grunnskólans í staðinn.  Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. 

Nú eru farnir að koma tölvupóstar úr skólanum vegna SÁ - óhlýðni og ókurteisi Blush   hvar endar þetta eiginlega ?  Enn og aftur velti ég því fyrir mér hvar mér hafi mistekist í uppeldinu. 

Bræður settust við lærdóm í morgun þegar barnaefnið í sjónvarpinu var lokið.  Skrifuðu stórt I og gerðu svo tvö verkefna blöð i stærðfræði.  JA las líka í lestrarbókinni en SÁ kláraði sinn lestur í gær.  Á morgun þarf bara að skrifa litla i og þá er verkefnavinna vikunnar  búin.  Bara lestur daglega.  Fínt fyrirkomulag og hentar vel svona.

Mamman fékk nett nostalgíukast þegar var byrjað að sýna  gamalt barnaefni sem heitir " Einu sinni var "  ( Allir sem eru komnir yfir 28 ára aldurinn hjóta að muna eftir því )   Bræður voru alveg með á nótum hvað mömmu þótti þetta skemmtilegt og létu hana samviskulega vita þegar þáttur nr 2 var sýndur í dag.  Happy  Myndgæðin eru ekkert séstök og upphafslagið sker í eyrun það er svo falskt en það er algjört aukaatriði. Gaman gaman.

Bræður fóru út að heimsækja vin sinn, ég ætla að vinna upp gamlar húsmóðursyndir á meðan. 

 

  


hjartað komið í buxurnar aftur .

Það kom aftur hálka og ég er aftur stressuð að keyra.

það komu líka jarðskjálftar og ég varð bæði stressuð og svefnlaus.  Næstu nótt á eftir hélt ég að það kæmu aftur jarðskjálftar svo ég varð aftur stressuð og svefnlaus. 

Ég er hætt að fá tölvupóst frá kennaranum hans JA, nú er hún búin að hringja.   Stráksi var sendur til deildarstjóra, sem er hæstráðandi á yngsta stiginu.  Blush  það er búið að ákveða fund með kennara, foreldrum og óþekktaranganum í næstu viku.    Það er fjör. 

Bræður læra alltaf eitthvað nýtt í skólanum á hverjum degi, sumt er úr námsbókunum en ekki allt.  Kaldhæðnin sem er farin að skreyta málfarið er t.d ekki í skólabókunum " Frábært, sagt með hæðnistón " skreytir vel flestar setningar þessa dagana.  

Sleppti "saumaklúbbsferð" í kvöld í stórborgina vegna færðar.  það er bæði snjór, rok og hálka í augnablikinu.

Bræður fá heimavinnu næstu viku á morgun, mamman bíður spennt eftir að vita hvort eigi að halda áfram með söguna.

Var afburðaléleg húsmóðir í dag.  Reyni að standa mig betur á morgun.

 


Ekki með hjartað í buxunum í dag.

Í fyrsta skiptið í heila viku var ég nánast pollróleg þegar ég keyrði í og úr vinnu í dag.  Það var ekki snjór og ekki hálka á veginum.  það fer að nálgast ár síðan ég lenti í umferðaróhappi  sjá hér og ég verð bara að viðurkenna að ég er skelfilega bílhrædd síðan. Frown  Spáð stormi og vitlausu veðri í nótt en það er allt í lagi, kvíður hins vegar mun meira fyrir því þegar lægir og það fer aftur að frysta.   

Bræður fóru á sundæfingu í dag og SÁ til mikillar skelfingar þurftum við að fara gangangi.  Pabbi þurfti að nota bílinn.  Hann var þó fljótur að gleyma því hvað það væri erfitt og leiðinlegt að labba þvi það var ótrúlega mikið af "skemmtilegum" sköflum á leiðinni sem hægt að var að leika sér í.  Að sundæfingu lokinni fattar mamman að enn og aftur hefur gleymst að líma endurskinsmerkin á úlpurnar.  " Við erum nú meiri vitleysingarnir " sagði JA.    - Skýrt og skorinort en dagsatt.

JA er greinilega orðinn öruggur með sig í skólanum og líður vel.  það merki ég á orðsendingunum frá kennaranum hans í hverri viku um að hann neiti að taka flúor, svíkist um að fara út í frímínútunum og er farinn að slugsast í tímum.    Whistling    Ég hef greinilega um nóg að tala í næsta foreldraviðtali.

Ég hélt alltaf að ég yrði í mun meira sambandi við kennarann hjá SÁ en svo er ekki.  Á erfitt með að sitja kyrr en er þó innan velsæmismarka. 

Strákar eru og verða strákar.

kv húsmóðirin sem gerði engin húsmóðurverk í dag


að skrifa sögur

þar sem fjölskyldan var einkum í skyndibitaáti og Smáralindarferðum fyrri part helgar þá varð aldeilis að bretta upp ermar við heimalærdóm seinni part helgarinnar.

Eftir barnaefnið í sjónvarpinu var engin miskunn  - nú voru það skólabækurnar.  Skriftarbókin fyrst.  best að byrja á henni fyrst því yfir henni er mest nöldrað - það þarf að skrifa beint, ekki útfyrir, byrja efst og svo framvegis.  Mamman með strokleðrið á lofti og þurrkar miskunnarlaust ef mann vanda sig ekki.

Næst var nýtt - skrifa sögu, eða upphaf, lýsingu.  það var meira skemmtilegt, allavega í byrjun.  Annar ákvað að skrifa um litla ljóta andarungann.  Andarunginn á heima nálægt vatni, hann er dökkgrár og á þrjú gul systkini.  

Hinn skrifaði um Tomma og Jenna - Tommi er grár köttur og Jenni er brún mús.  Þeir eiga heima í Vatnajökli.  

Ég bíð spennt eftir framhaldinu í næstu viku. Joyful

Eins og áður hefur komið fram er ég steinaldarmamma með strangar og hundleiðinlegar reglur um sjónvarpsáhorf og tölvunotkun.  Annar sonurinn þráir tölvuna afar heitt og biður reglulega nokkrum sinnum á dag um að fara í tölvuna.  Að hans mati er ég afar ósanngjörn.  Devil   Þegar hann kom heim úr afmæli hjá vini sínum var hann ekki kominn út úr bílnum þegar spurningin kom " má fara í tölvuna ? "  mamman pirraðist örlítið yfir þessu og sagði að strákar sem suðuðu fengju alls ekki að fara í tölvuna.  Strákur vissi svo sem upp á sig sökuna en varð samt að reyna að afsaka sig aðeins "  mamma ég get ekkert að þessu gert "     Ætli ég eigi að hafa betri skilning á þessu suði framvegis ?

Annars fengu bræður að fara í tölvuna þegar búið var að lesa heima og voru alsælir með það.     Bæjarbúar og veðurguðirnir eru alls ekki sammála en veðurguðirnir ráða og því er spáð meiri snjókomu á morgun.  Bæjarbúum finnst alveg komið nóg.

kv húsmóðirin sem dáðist að eiginmanninum sem setti upp gúmmíhanska og skúraði stofugólfið í dag InLove 

 

 


óhæft foreldri

Ef ég væri eins og Britney Spears, alltaf með papparassastóðið á hælunum þá væri þetta ansi algeng fyristögn.  Það hefur ekki verið farið mikið í búð síðastliðna viku, aðallega vegna ófærðar. 

Á fimmtudagskvöld sofnaði ég yfir sjónvarpinu, vaknaði um hálf ellefu og mundi eftir að það átti eftir að gera 6 nestispakka fyrir morgundaginn  ( morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu ) x 2.  Hefði svo sem ekki verið mikið mál nema hvað það voru ekki til nema 5 brauðsneiðar.  Tvær þeirra voru myglaðar og af hinum þremur þurfti að skera skorpuna af ( byrjuð að mygla Blush)   Annar drengurinn borðar nánast enga ávexti og grænmeti var af skornum skammti.  Þetta leit ekki allt of vel út.  En hálfur pakki af flatbrauði sem fannst fyrir tilviljun og soðið pasta bjargaði því að drengirnir þurftu ekki að svelta.

Eftir skóla á föstudegi ( enginn varð veikur af "myglaða" brauðinu ) fóru drengirnir á fyrstu sundæfingu vetrarins en mamman í klippingu og lit hjá hárgreiðslufrænku.  Þar sem ísskápurinn var tómur var ákveðið að "junk food" yrði á matseðlinum.  Allt í lagi með það nema hvað hársnyrtingin dróst á langinn og það voru sársvangir drengir ( glorsoltnir og alveg að deyja úr hungri að sögn ) sem opnuðu útidyrnar og góluðu á mömmu sína og mat klukkan hálf átta um kvöldið.   Ekki nóg með að maður fæði gjölskylduna á ruslfæði heldur gerir maður tilraun til að svelta hana í hel fyrst Shocking

Í dag ( laugardag ) var þó til serios þannig að það var morgunmatur.  hádegismaturinn var hins vegar snæddur á Fridays í Smáralindinni ( meira ruslfæði ) og þar er fjölskyldan búin að eyða ágætis tíma í dag.   mamman gerði þau "mistök" að fara inn í dömudeildina í Debenhams og þar nöldruðu drengirnir hástöfum allan tímann með þjáningarsvip á andlitinu.  " það er svo leiðinlegt í búðum, ég vil ekki vera hér lengur, ohhh enn ein búðin " .  Þetta hljómaði eins og þeim væri dröslað í búðir allar helgar.   Shocking   

Ég er ósköp fegin að vera ekki eins og Britney Spears.

Annars er búið að fara í búð svo blessuð börnin þurfa ekki að fara með myglað brauð í skólann á mánudag.

kv húsmóðirin sem þyrfti á heimilishjálp að halda 

 

 

 


Ný líkamsrækt

Ný líkamsrækt hefur náð miklum vinsældum hér í Grindavík á mjög stuttum tíma.  Líkamsræktin heitir snjómokstur og hefur ótrúlegasta fólk sést með skóflu í hönd undanfarna tvo sólarhringa.  Segja má að þetta sé fjölskyldusport og mörg dæmi um að hjón eða heilu fjölskyldurnar stundi sportið saman.  Sportið er ekki dýrt - aðeins þarf að fjárfesta í einni skóflu sem kostar milli 1-2 þúsund krónur.   Skóflur er uppseldar í Grindavík þessa stundina.

kv húsmóðirin sem mokaði ( næstum ) heilan sendibíl úr skafli í dag.


Eitthvað eigum við sameiginlegt

Ég er heldur ekki ólétt - bara gráðug.  Mín aukakíló eru samt mun fleiri en hennar
mbl.is Ekki ólétt heldur gráðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

kona á besta aldri

117 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband