Færsluflokkur: Bloggar
11.6.2009 | 20:33
Rósa Rónaldó komin á steypirinn
Naggrísafjölskyldan er við það að stækka. Rósa Rónaldó kjagar um búrið og verður breiðari með degi hverjum.
Norski bróðir er farinn að kvarta opinberlega yfir bloggleysi vina og ættingja og hótar því að taka mann út af heiðurslistanum fari maður ekki að bæta úr því. Það má ekki gerast.
Það er svo sem nóg búið að gerast undanfarið, ekki vantar það. Bæði sorglegt, erfitt, skemmtilegt og gott.
Enn eitt banaslysið í umferðinni - þó svo slysin séu alltaf sorgleg þá tekur maður það meira inn á sig þegar maður þekkir til og í litlu samfélagi eins og hér í Grindavík þá snerti þetta nánast alla. Enn ein staðfestingin á því hversu lífið er hverfult.
Flugslys í útlöndum - einn íslendingur innanborðs og sá hinn sami reynist vera náskyldur ættingi.
Sjóarinn síkáti og undirbúningur hans setti mark sitt á bæjarfélagið. Bæjarfélaginu var skipt upp í 4 svæði, hvert með sinn lit og bæjarbúar skreyttu sem mest þeir máttu. Hugmyndaauðgi bæjarbúa voru engin takmörk sett eins og sást í skrúðgöngunni á föstudagskvöldið. Þetta var bara gaman. Veðrið var upp á sitt besta ( sérpantað ) og Flúðafrænka heiðraði staðinn með nærveru sinni og fögru ( dálítið sólbrenndu ) fylgdarliði. Rosalega gaman að sjá þau.´
Bræður eru í fínu formi og alsælir að vera komnir í sumarfrí. 29 maí var síðasti viðverudagur í skólanum og síðan þá hefur lífið nánast verið tóm sæla. Foreldrarnir eru ekki alveg jafn sælir með þetta, þeir eru nefnilega ekki komnir í sumarfrí. Bræður eru því lyklabörn og þurfa að sjá um sig sjálfir. Fólboltaæfingar fyrir hádegi og Fótboltaskólinn ( námskeið ) eftir hádegi bjargar því þó að bræðurnir séu ekki alveg sjálfala.
Þeir sofa vært þegar gamla settið heldur af stað í vinnu. Fyrstu dagana voru þeir duglegir að hringja þegar þeir vöknuðu en það er steinhætt. Pabbi kemur stundum heim í kaffi um 10 leytið og þá er algengt að bræður sitji á náttfötunum við leikjatölvuna, þegar spurt er um morgunmat þá er ekki búið að borða.
Ætli það passi ekki að mamman verði komin í sumarfrí þegar bræður verða loksins búnir að læra ( og framfylgja ) reglunum 4
1) klæða sig - 2) búa um rúmið - 3)Borða morgunmat - 4) ganga frá eftir morgunmat
Þá mega bræður fara í tölvuna þar til að fótboltaæfingar byrja.
Annars hefur þetta gengið merkilega vel og ekki spillir fyrir að amma í rauða húsinu er á bakvakt ef eitthvað er. Hún bjargaði málum t.d. í gær þegar í ljós kom að SÁ var orðinn lasinn. Mamman var með heljarinnar samviskubit allan daginn - vonda móðirin sem fór í vinnu og skildi veikt 7 ára barn eftir heima. Er búin að vera heima í dag með stráksa en hann er allur að skríða saman og fer væntanlega á fótboltaæfingu á morgun.
Sumarfrí hjá börnum þýðir endalausar búðarferðir, kaupa í matinn, elda mat, smyrja brauð , gefa að borða, ganga frá í eldhúsi og fara aftur í búð hjá mömmum. Börn (allavega mín ) eru alltaf svöng. Ég er að myndast við að vera hagsýn húsmóðir í kreppunni og baka. Notaði tækifærið í dag og bakaði formköku og tebollur. Bræðrum líkar þetta vel, kannski einum of vel því um daginn var ekkert til í kaffitímanum nema hrökkbrauð, kex og sulta. þeir kvörtuðu yfir þessu fóru ekki leynt með þá skoðun sína að þetta væru ekki boðlegar veitingar.
Styttist í Kaupþingsmót hjá bræðrum og mömmu - pabbi var fyrir löngu búinn að ákveða veiðiferð upp á fjöll þessa helgi svo hann missir af góðu gamni.
það verður allavega eitthvað til með kaffinu á morgun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 23:48
Enginn bloggandi á þessu heimili
Bloggandinn liggur í dvala - myndi kannski vakna ef hægt væri að fara með tölvuna út á pall. Tek það til athugunar fljótlega.
í Fréttum er þetta helst :
Fórum ekki út úr bænum um hvítasunnuhelgina, skruppum eina ferð í Húsasmiðjuna í Keflavík og fjárfestum í birkiplöntum. Bóndinn fer hamförum í garðyrkjunni þessa dagana, búinn að gróðursetja sumarblóm, birkiplöntur og smíða blómakassa. Þar fyrir utan skipuleggur hann síðustu fermetrana af garðinum á milli þess sem hann skreppur í veiðiferðir, þrífur bílinn og viðrar tjaldvagninn. Nýtt grill lenti á pallinum á föstudag og bóndinn grillar af miklum móð.
Bræður sparka bolta af miklum móð, sérstaklega SÁ. Ef hann hverfur að heiman þá er nánast hægt að ganga að honum vísum á Sparkvellinum við skólann. Langþráð skólaslit eru á morgun og framundan er skemmtilegt líf án skólatösku og kennslustunda. Bræður fara á fótboltaæfingar og að öllum líkindum í Fótboltaskóla Lýsis og Grindavíkur sem byrjar á morgun. Nóg að gera.
Mamman er búin að þvo og þurrka óhemju magn af þvotti , sitja á pallinum, þrífa húsið fyrir utan að skreppa í nokkrar hjólaferðir. Einnig hefur þurft að fara í matvörubúðina því góða veðrið hefur gífurlega lystaukandi áhrif og bræður eru sísvangir. Ég leitaði að bökunarandanum í dag en hann lét ekkert á sér kræla. Óska hér með eftir góðum baksturshugmyndum. Ekki verra ef uppskriftir fylgja með.
Jarðskjálftahrina sá um að valda smá taugaspennu hjá mér en aðrir fjölskyldumeðlimir voru pollrólegir yfir þessu. Kjörið tækifæri að biðja um " einn hristan - ekki hrærðan " á barnum um helgina.
Neikvæðu fréttir vikunnar eru helsta að hlaupahjólinu hans JÁ var stolið um helgina og að ég fékk uppsagnarbréf í vinnunni ( eins og allt annað starfsfólk ) - Svona er að vinna á útboðsmarkaði börnin góð. Það kemur vonandi í ljós fyrir næstu mánaðamót hvort uppsagnabréfin fara í tætarann eða ekki. Nenni ekki að stressa mig yfir því - veðrið er allt of gott til þess og svo verður Sjóarinn Síkáti um næstu helgi og glimrandi stemming fram undan. Dagskráin lofar allavega góðu og góð stemming er í bænum.
legg drög að því að tölvutengja pallinn - þá verð ég kannski duglegri að blogga í sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 21:40
Það gerist ekki betra
Drakk morgunkaffi úti á palli ( jahá - nú er sko sólpallur heima hjá mér
)
Fór á fótboltamót í Kópavogi
koma heim og kíkti út á pall
fór til tengdaforeldranna og setti niður kartöflur - fékk bæði kaffi, köku og bjór
Kom heim og settist út á pall
borðaði kvöldmat úti á palli
Er núna með opið út á pall
Besta veður sumarsins í dag og veðurspáin fyrir næstu viku er frábær
Var ég búin að segja ykkur að það er búið að smíða pall við húsið mitt
Það gerist ekki betra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2009 | 23:00
Er kreppan búin ?
Spurði JA í gær þegar 10 manna hópur var á leið á veitingastað og fyrir lá að panta þyrfti leigubil. Ég rak upp stór augu og skyldi ekki alveg samhengið. Já það er svo dýrt að fara í leigubíl sagði sá stutti. Ég fullvissaði hann um að leigubílar væru ekki svo dýrir og þar að auki myndum við heldur ekki keyra neitt mjög langt.
Strákur ákvað að hafa ekki áhyggjur af kreppu í bili og fannst bara gaman að fara í leigubíl á veitingastaðinn þar sem halda átti upp á stórafmæli afans frá Djúpavogi. Þegar þangað kom var okkur vísað til sætis og allir fengu matseðla. "ég skil ekkert í þessu" kvað við hjá bræðrum þegar þeir reyndu að lesa matseðilinn en þegar búið að að fletta fram hjá vínseðlinum fóru þeir að skilja eitt og annað. Bræður stautuðu sig nokkuð örugglega í gegn um forréttaseðilinn og mömmuhjartað bólgnaði af stolti yfir því hvað þeim gengi vel að lesa, sérstaklega þeim syninum sem hefur þurft á aukatímum að halda. Stoltið hvarf þó all snarlega þegar sá sami fór að skoða aðalréttina og þar sem hann er mun öruggari á tölunum en bókstöfunum þá fannst honum verðlagið fyrir neðan allar hellur.
" VÁ mamma - ef maður fær sér svona þá kostar það 3900 " úff hvað þetta er dýrt " þessi skoðun stráksa fór enn fram hjá neinum þar sem honum lá ekki lágt rómur. ég reynda að sussa á strák en hann hélt áfram " og ef maður fær sér svona þá kostar það 3080 krónur " Ég var farin að roðna og sussa enn hærra á strák sem var í essinu sínu " en hér er eitt sem kostar bara 900 hundruð " en þá greip amman fram í og sagði stráksa að hann þyrfti ekkert að spá í hvað maturinn kostaði því hún ætlaði að borga allt saman. Og þar sem bræður eru handvissir um að amma á Djúpavogi eigi næstum eins mikla peninga og Jóakim Aðalönd þá lokaði strákur matseðlinum og hafði ekki meiri áhyggjur af verðlaginu og borðaði mat og drakk gos með bestu lyst það sem eftir var kvölds.
Eftir gott kvöld, gistingu hjá afa og ömmu, útréttingar í Reykjavíkinni var kominn tími til að halda heim á leið. Við stoppuðum í Hafnarfirði og tókum bensín. Meðan pabbi var að dæla las SÁ á skilti : L Æ K J A R S K Ó L I stofnaður 1877. " mamma varst þú til þá ? spurði sonurinn svo . NEI - svo gömul er ég ekki. Það voru heldur ekki til risaeðlur 1877 og ekki heldur þegar ég var lítil.
Við keyptum ekki takkaskó í dag en eigum erindi í höfuðborgina á þriðjudag - ætlum að kaupa takkaskó þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 23:04
Strákur ennþá veikur
SÁ er ennþá veikur - held þó að hann sé að komast yfir þetta en hann fer ekki í skólann, fjórða daginn í röð. Hann er búinn að vera mjög slappur þó svo hái hitinn hafi ekki verið nema í rúman sólarhring. Slappur, orkulaus og ekki einu sinni haft matarlyst. Og þá er eitthvað að þegar þessi drengur vill ekki borða. En sem betur fer er þetta allt á réttri leið.
Annars hefur heilsufarið verið nokkuð gott á heimilinu sl 2 vetur. Það er helst sá stærsti og elsti sem hefur verið duglegur við að sníkja sér hinar og þessar pestir. Ég þurfti allavega að leita töluvert áður en ég fann hitamælinn og það segir manni að hann hafi ekki verið mikið notaður undanfarið.
J.A finnst frekar skrítið að fara "bara einn" í skólann og hefur verið hálf vængbrotinn þessa vikuna, ekki viljað vera úti, ekki leika sér við neinn. Bara verið heima. Samt eru þeir bræður ekki mikið saman í skólanum og leika sér "næstum aldrei " saman í frímínútum. En honum finnst greinilega eitthvað óöryggi í því að hafa bróður sinn ekki á svæðinu.
Þarf að hitta kennarann hans SÁ á morgun - sjá til þess að sá stutti fá nú heimalærdóm fyrir helgina. Honum finnst það nú algjör óþarfi
Bloggar | Breytt 30.4.2009 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2009 | 00:33
Gerir kreppan okkur feit (ari) ?
Hef stundum velt þessu fyrir mér síðan í haust þegar hin alræmda og margumtalaða kreppa skaut hér rótum og verðlag á öllu þ.m.t matvöru nánast hækkar með viku hverri.
Það þarf enga sérfræðinga eða spekúlanta til segja fólki það hversu dýrt er orðið að kaupa í matinn. Allir sem eiga erindi í matvörubúð og reka heimili þeir vita allt um það. Sem aðhaldssöm ( lesist nísk ) húsmóðir sem vill þó gefa heimilisfólkinu heilsusamlegan og næringarríkan mat hefur verðlag matvöru því miður orðið til þess að hlutur hollustunnar hefur smátt og smátt minnkað í innkaupakörfunni - því miður.
Svo er það alveg helv....... fúlt að eftir því sem matvaran er ódýrari er hún yfirleitt meira unnin og næringarsnauðari. Dæmi : annar sonur bað um ákveðinn rétt á matseðilinn um daginn. Hann
Það hlýtur að segja sig sjálf að fólk sem hefur lítið milli handanna er líklegra til að kaupa ódýrari ( og um leið næringarsnauðari ) mat til þess að geta gefið fjölskyldunni að borða. Ef þú átt 6000 kr sem þurfa að endast fyrir mat handa fjölskyldunni þinni í eina viku - þá er líklegra að þú kaupir pasta, núðlur, hrísgrjón og kjötfars ásamt mjólk og fjöldaframleiddu brauði ( eins og Bónus, Nettó eða Krónubrauð ) í staðinn fyrir kjúkling, ávexti, grænmeti og heilkornabrauð.
Auðvitað er sá möguleiki líka til í stöðunni að einhver verði hreinlega að minnka matarskammtinn og borða minna en miðað við hömluleysi íslendinga á nánast öllum sviðum finnst mér ekki líklegt að sá aðili sem var vanur að borða kjúkling, ávexti, grænmetir og heilkornabrauð haldi því áfram - bara í minna magni.
Framhald verður á þessum hugleiðingum seinna. Hef einhvern tímann ýjað að því að endurvekja sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður. Er í alvöru að hugsa um að láta verða af því
kv húsmóðirin sem eldaði hræðódýrt lifrarbuff í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 21:10
Einn veikur og hinn ekki sáttur.
Í gærkvöldi var orðið ljóst að SÁ færi ekki í skólann í dag. Strákur var kominn með hita. Eftir vökunótt hjá mömmu og sjúklingnum kom að því að vekja þurfti hinn soninn sem var skólafær. þegar honum varð ljóst að SÁ færi ekki í skólann barst hann í sáran grát svo tárin spýttust út úr augunum. Ekki stafaði gráturinn þó af samúð í garð bróður síns sem lá sárlasinn í rúminu heldur fannst strák þetta vera hámark óréttlætisins - HANN þyrfti að fara í skólann en bróðir hans fengi að vera heima. Þvílíkt óréttlæti.
Stráksi tók að lokum sönsum og fór mótþróalaust í skólann. Það bætti örlítið úr skák að pabbi skutlaði honum í vinnubíl og mamman lofaði honum því að hann þyrfti ekki að fara í skólaselið eftir skóla. Hann mætti koma beint heim sem og hann gerði. Búið er að vera blíðuveður í dag og mamman og strákar búin að vera inni. Bræður hafa legið yfir sjónvarpi , fengu báðir að fara smá stund í tölvu og sá veiki búinn að dorma í hitamóki þess á milli. Hann er nokkuð hress þessa stundina, situr við dogg og horfir á handboltaleik í sjónvarpinu með pabba.
Mamma og hinn heilbrigði fóru í hjólatúr eftir kvöldmat - stráksi gafst þó upp á miðri leið - sagðist vera orðinn þreyttur og vildi komast heim. Mamman hjólaði lengra og naut þess að vera úti í góða veðrinu. Íslensk sumarkvöld eru yndisleg - börn eru úti að leik, greinilegt er að margir eru búnir að sækja skuldahalana úr vetrargeymslum og hinir duglegustu klippa greinar og vinna í garðinum.
Sá heilbrigði ætlar ekki að vera með nöldur í fyrramálið. Ég held að hann hafi alveg séð að heilsufar bróður síns er alls ekki gott og hann hafi ekki legið í dekri og ótakmörkuðum tölvuleikjum meðan hann þurfti að fara í skólann.
Spurning hvernig sjúklingurinn kemur undan nóttinni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 12:36
Púðursykur með súrmjólk
Bræður eru yfirleitt vaknaðir um hálf átta leitið um helgar. Allt í fína lagi með það. Eru að mestu orðnir sjálfbjarga með morgunmat og finnst bara sport að mega sjá um þetta sjálfir. Þessa dagana er súrmjólk með púðursykri ( eða púðursykur með súrmjólk ) í miklu uppáhaldi. Alsælir bræður skammta sér all ríflega af púðursykrinum - og gamaldags og þröngsýnir foreldrarnir súpa hveljur þegar þeir sjá hversu mikið lækkar í krukkunni sem brúni sykurinn er geymdur í. Ég reikna fastlegal með að morgunverðarmatseðillinn taki einhverjum breytingum um næstu helgi.
Um 10.30 í morgun tilkynnti SÁ að hann væri svo svangur og langaði í meiri morgunmat. Mamman spurði hvort hann væri ekki búin að borða morgunmatinn ? " Bara þrjá morgunmata, tvo diska af súrmjólk og svo brauð " sagði hinn sársvangi það er nóg að blessað barnið svelti í skólanum og þurfi að naga vettlinga og neglur - auðvitað gaf ég drengunum meira að borða og eftir tvær ristaðar brauðsneiðar í viðbót var hann búinn að taka gleði sína á ný.
Ekki þarf að tjá sig um kosningar - þær voru í gær. Veðrið var með besta móti - bjart og fallegt. Bræður fóru fram á sundferð og ég varð við þeirri bón. Litli frændi ( sem er reyndar ekkert lítill - að verða 9 ára ) slóst í hópinn. Eftir sundferð voru allir ofsalega svangir og ristað brauð með banana rann vel niður í svanga strákamaga. Fljótlega eftir það ákvað mamma að rölta á kjörstað - bræður og frændi ákváðu að rölta með. Á leiðinni reyndi ég að útskýra hvað kosningar væru og til hvers. Datt svo í hug að spyrja strákana hvað þeir myndi kjósa ef þeir mættu :
Frændi : ´" ég myndi kjósa þarna konuna, æ þarna þessa....... , þessa með hvíta hárið ! Hann gaf þó ekkert út af hverju : ( ég hef nú mínar grunsemdir og þær hafa eitthvað með fjölskyldutengsl við ákveðna stjórnmálakonu að gera )
JA : " Ég myndi kjósa Framsóknarflokkinn XB " ( Já já já - ég var nýbúin að fræða barnið um stjórmálaskoðanir ömmunnar fyrir austan - skal viðurkenna það )
SÁ - nennti nú ekki einu sinni að svara þessu, þetta var nú ekki svo skemmtilegt umræðuefni enda var hann á fullu að spá hvaða fótboltaleikur væri í gangi hjá afa í rauða húsinu.
Pabbi hefur verið á fullu við að sinna viðhaldinu þessa helgina - dvalist við vatnið þar sem veiðihúsið er. þar er allt að verða í tipp topp standi - sama er ekki hægt að segja um heimilið
Gleðilegt sumar öll sömul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 23:32
Að eiga síma
Bræður eru nú búnir að eiga síma í nokkrar vikur. Fyrstu vikuna spiluðu þeir leikina á símanum af miklum móð - það var sko mun meira spennandi en að hringja. Þeir afþökkuðu lestur á kvöldin því það var svo gaman að spila "símaleik " Þeir eru sem betur fer farnir að róast í leikjunum enda þótti okkur foreldrum afpsyrnuleiðinlegt að hlusta á píp og bíb og óhljóð úr bræðraherbergi á kvöldin.
Yfirleitt finnst þeim alveg nauðsynlegt að hafa símann meðferðis þegar þeir fara út að leika og ég viðurkenni alveg að mér þykir það alveg ágætt. það er afar þægilegt að geta hringt og sagt " þú átt að koma heim núna"
Þeir eru ekkert sérstaklega mikið að hringja en stundum þarf að hringja oftar en annars : Þegar bræður voru búnir á fótboltaæfingu í dag og komnir heim var hringt Þ
" mamma, megum við fá jólaöl " ( greinilega verið að snuðra í ísskápnum og fundið eina gula dós sem á stóð páskaöl eða eitthvað álíka ) Já - bræður máttu fá jólaöl.
þremur mínútum seinna var hringt aftur " mamma megum við fara í tölvuna " Nei - bræður máttu ekki fara í tölvuna. " andvarp og mæðulegt ohhhhh heyrðist áður en var skellt á "
Ekki var liðin mínúta þegar hringt var í þriðja sinn " en mamma, megum við kveikja á sjónvarpinu ?" Já það mátti kveikja á sjónvarpinu en það átti að slökkva strax og mamma kæmi heim. Bræður voru sáttir við það.
Þegar ég kom heim úr vinnunni, ca 20 mínútum eftir síðastu símhringingu lágu bræður í makindum fyrir framan sjónvarpið. Eldhúsið leit hins vegar svona út :
Bræður voru m.a. búnir að prófa að hita muffins í örbylgjunni - stilltu hitann allt of lengi svo út komu grjótharðar kökur, til að bragðbæta það aðeins prófaði JA að setja salt út á. Ekki bætti það úr skák og ekki voru þær kökur borðaðar.
Það er víst hellings vinna eftir í uppeldinu
Góða nótt allir saman - húsmóðirin sem bakaði eplaköku í dag , gleymdi reyndar að setja lyftiduft í hana svo kakan er í þynnra lagi - en bragðast vel :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 22:33
óábyrg móðir
Síðan skólinn byrjaði aftur hefur veðrið verið upp á sitt besta. Bræður hafa látið sig hafa það að lesa heima strax eftir að heim er komið og fengið að vera úti smá stund eftir kvöldmat í staðinn. það skilja það allir að það er langskemmtilegasta að vera úti eftir kvöldmat.
Við reynum yfirleitt að borða kvöldmat snemma á þessu heimili, ekki verra ef hægt að ná kvöldfréttunum á Ríkissjónvarpinu. Stundum tekst það, stundum ekki. Í kvöld fór pabbi á (veiði)fund þannig að hann var ekki heima á kvöldmatartíma. Ég og bræður borðum snemma og bræður eru komnir út um klukkan 19,30 og fá leyfi til að fara út. Ég sest inn í stofu, horfi á sjónvarpið og hvað gerist ? Ég sofna Vanka þegar klukkan er 21,10 og hvorki tangur né tetur af bræðrum. Ég rýk út ( örugglega með hárið allt út í loftið ) á inniskónum og að leiksvæðinu í enda götunnar. Engin börn þar. Ég rýk heim aftur, finn bíllyklana og er á leið út í bíl þegar ég sé annan soninn við enda götunnar. Fæ þær fréttir að hinn sonurinn sé á heimleið líka og hann birtist stuttu seinna. klukkan 21,30 á fimmtudagskvöldi eru 7 ára bræður sem eiga að mæta í skólann klukkna 08,00 í fyrramálið komnir upp í rúm. Það verður ekkert áhlaupaverk að koma þeim á fætur í fyrramálið. Kannski bara gott á mig
Er farin að hlakka til að fá sumarfrí - hvenær sem það verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
120 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar