Færsluflokkur: Bloggar
21.10.2008 | 21:33
Horsprey
" mamma ég hef ekki fengið neitt horsprey í dag " sagði JA
Horsprey ? sagði mamman skilningssljó
Æ þetta þarna í bláa og hvíta brúsanum sagði strákur og benti á Sterimar saltvatnsspreyið sem er ætlað til að losa um stífluð nef .
Að sjálfsögðu fékk drengurinn horsprey.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2008 | 22:09
Bakaði ekki í dag
Þurfti áfallahjálp í morgun og baksturstolt mitt sem var ansi sperrt í gær, hjaðnaði eins og blásin blaðra. Ég opnaði örbylgjuofninn í morgun og þá blasti við með bolli af smjöri sem ég hafði sett í örbylgjuofninn í GÆR. Var smástund að fatta í hvað bráðna smjörið átti að fara en nú sit ég allavega uppi með tvöfalda uppskrift af mjög þurrum möffins. Það dugar ekki einu sinni að gefa krökkum þær ( nema matargatinu mínu sem borðar allt ) 7 ára vinur sem kom í heimsókn í dag beit í eina köku, sagði svo að honum fyndist þær ekki góðar og spurði hvort hann mætti fá brauð með osti í staðinn
Annars er frí í skólanum á morgun og stuttur vinnudagur hjá mér - ég kannski baka á morgun !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 00:21
Stutt og laggott
Bræður eru búnir að fá hlaupahjól og mikil hamingja með það Ég og bræður renndum í Reykjavíkina í morgun og keyptum hlaupahjól. Bræður þurftu að borga alla peningana sem þeir fengu í afmælisgjöf og svo bættu foreldrarnir við því sem upp á vantaði. Er viss um að þeir eiga eftir að nota hlaupahjólin - næsta sumar allavega. Hringdi nokkur símtöl á föstudaginn til að athuga hvar væri hægt að kaupa hlaupahjól. Skil ekki að það skuli ekki allir selja hlaupahjól í október........................
Fékk kreppukast og bakaði þegar við komum heim úr höfuðborginni - verð að vekja hagsýna húsmóðurgenið úr dvalanum. Fór meira að segja á bókasafnið í vikunni og fékk " Stóru bakstursbókina" lánaða. Þurfti svo að hlaupa í bakaríið rétt fyrir fjögur og kaupa rándýr egg því ég gleymdi að kaupa egg í Bónus. Bakaði eplaköku og bláberjaköku og nokkrar muffins. Bræður fá því eitthvað góðgæti í nestisboxin sín í næstu viku.
EF ég verð dugleg á morgun þá baka ég bollur eða brauð. Ætla svo að baka í vikunni - verðum með fólk í mat um næstu helgi og ef eldamennskan misheppnast þá er allavega hægt að borða brauð !
Fengum heimsókn í kvöld - skemmtilegt fólk sem nennir ekki að vera sófakartöflur á laugardagskvöldi heldur drífur sig út og heimsækir fólk. Ég vildi að ég væri svona dugleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 23:09
ýmsar vangaveltur
Það er ýmislegt sem veltist um í 7 ára heilabúum.
" mamma , ef þú og pabbi eruð orðin 100 ára og eignist lítið barn þá verður þú kannski dauð, eða þá verðið þið orðin svo gömul að þið getið ekki hugsað um það " "Þá þarf ég að gera það og ég nenni því ekki "
Sjálfsagt eitthvað til í þessu og ágætt að vara mig við ef mér dytti það í hug síðustu árin að fjölga mannkyninu. En einhverra hluta vegna fannst mér þetta ekki vera rétta augnablikið og stráksi ekki tilbúinn að meðtaka fræðslu um frjósemi kvenna.
" mamma, þegar ég verð stór þá langar mig ekkert að eiga konu, ég vil bara vera einn "
Stráksi varð rólegri þegar ég sagði að hann þyrfti ekki að hugsa um þetta fyrr en eftir mörg ár og ef honum langaði ekki að eiga konu þá væri það bara allt í lagi.
Strákur gerði heiðarlega tilraun til að bróka pabba sinn í kvöld, hafði ekki árangur sem erfiði, enda pabbinn allavega 80 kílóum þyngri og 80 sentimetrum stærri. Gengur bara betur næst.
Stefnan tekin á Reykjavíkina á laugardaginn - þ.e.a.s ef það er einhvers staðar er hægt að kaupa hlaupahjól í október.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 22:38
Dr Gunni
Mér finnst hann fyndinn !
Annars allt og ekkert að frétta - bræður fengu tölvuleiki í afmælisgjöf og biðja um að fá að spila "plei" i tíma og ótíma. Heimalærdómurinn rokgengur þessa dagana - bræður vita að það má fara í tölvuna þegar er búið að læra og yfirleitt er mamman ennþá í forstofunni að klæða sig úr úlpu og útiskóm þegar bræður eru sestir við eldhúsborðið og búnir að taka lestrarbækurnar upp úr skólatöskunni þegar það heyrist með óþolinmæði í röddinni " ertekkiaðkomamamma" ? Ég þarf að grenja út tíma til að fá mér eins og einn kaffibolla áður en lærdómurinn byrjar !
Það er að komin kreppa - veturinn að nálgast og svo tveir starfsdagar í skólanum í næstu viku. Lífið gengur sem sagt allt sinn vanagang !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 21:52
að njóta ekki tilhlýðilegrar virðingar
" mamma, Hann Kristan ( sem heitir reyndar Tristan og er með þeim í gæslu eftir skóla) hann rífur bara kjaft við mann "
" það er alveg sama hvað við segjum, hann rífur samt bara kjaft, þó svo að hann sé bara í fyrsta bekk. Við eru samt búnir að segja að hann eigi ekki að rífa kjaft við þá sem eru eldri "
Bræður voru sármóðgaðir yfir því að njóta ekki tilhlýðilegrar virðingar sem virðulegir annars bekkingar.
Annan föstudginn í röð sofna bræður í stuttermabol og stuttbuxum, skítugir í framan, og án þess að tannbursta sig. Mamman er of upptekin við að horfa á Útsvar og má ekkert vera að því að sinna bræðrum.
Spennan í hámarki - afmælið ER á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 18:18
Besti sparnaðurinn (Einn stolinn)
Stal þessum af ónefndri bloggsíðu - heimilda verður ekki getið
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 18:10
Tölvu eitthvað, ný eldavél og afmæli á næsta leyti.
Ég fór í stóra tölvuálverið í skólanum í dag sagði annar sonur. Ég held að hann hafi mismælt sig eitthvað blessaður..........
Nýja eldavélin var gangsett í gær - húsbóndinn eldaði fyrstu máltíðina og var alsæll með hvað það tók stuttan tíma að búa til hakk og spaghetti. Húsbóndinn stendur svo við eldavélina aftur í kvöld og mallar kjúkling. Hann ætlar svo að galdra fram skúffuköku ( afmælisköku ) og dusta rykið af einhverjum svamptertubotnauppskriftum. Ef ég hefði vitað að það þyrfti bara gaseldavél til þess að bóndinn tæki að sér eldamennskuna á heimilinu þá hefði ég verið búin að kaupa nýja eldavél fyrir löööööööngu.
þessi elska ( bóndinn, ekki eldavélin ) var svo búinn að skúra þegar ég kom heim úr vinnunni í dag Þrátt fyrir krepputal og barning þá eru nú fullt sem er hægt að gleðjast yfir.
Við bræður keyrðum út boðskort í afmælið áðan - þetta verður nú í rólegra lagi , ekki nema 9 strákar allt í allt. Ég segi rólegt - vinnufélagi er með 7 ára afmæli dóttur sinnar á morgun. Ef allir boðsgestir mæta verða 19 stelpur í því afmæli - fyrir utan fullorðna.
Fullorðnum , stærri krökkum og stelpum er svo boðið seinnipartinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 09:35
Er ekki Bjarni Ármanns í Noregi ?
![]() |
Glitnir í Noregi fær lán og verður seldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 18:08
ekki kreppublogg
Það eru víst nógu margir sem blogga um kreppuna - ég segi pass við því. Ekki það að ég hafi ekki skoðanir á þjóðfélagsástandinu, ég bara kýs að tjá mig um það á öðrum vettvangi.
Vandamál í uppsiglingu - afmæli framundan og húsmóðirin með hægri hönd í spelku ( búin til úr gifsi ) Handarmein sem plagar frúnna er með mesta móti núna og ungur elskulegur doktor ákvað að spelka + bólgueyðandi væri viðeigandi meðferð. Þó svo hendin dugi til að sinna nauðsynlegustu hlutum þá er nokkuð ljóst að hún dugar skammt í þrif og undirbúning veitinga fyrir afmæli. Getið þrisvar hver ætlar að skoða afmæliskökur í bakaríinu á morgun
Bræður í fínu formi og hafa kennarar bara verið nokkuð ánægðir með þá Er á meðan er. Eina ábendingin sem ég hef fengið er að sonur minn sem yfirleitt borðar kúfullan disk af hafragraut ( og fær sér stundum ábót ) hér heima um hálf átta á morgnanna er nánast alltaf kvartandi um hungur fram til klukkan 9,15 í skólanum eða þar til nestistíminn byrjar. Stundum er hann meira að segja svo aðframkominn að hann stelst í nestisboxið sem tilheyrir kaffitímanum eftir hádegi.
Erfitt að blogga með vinstri - læt þetta gott heita í bili. Er að elda naglasúpu og verð að fara að hræra í pottinum - með vinstri. það gengur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kona á besta aldri
119 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar