7.2.2011 | 23:58
ég á ekki tengdadóttur
Og finnst það bara allt í lagi enda afsprengin ekki nema rúmlega 9 ára. Á alveg nóg með að díla við "rakspírann " og bræður sem vilja spreyja á sig í tíma og ótíma. Annar sonurinn horfði á mig frekar undarlegu augnaráði þegar ég benti honum á það það þýddi ekki að fara í sturtu eftir körfuboltaæfingu og spreyja á sig vellyktandi ef maður færi svo aftur í sveitta körfuboltabolinn að sturtu lokinni. Þessar mömmur eru stundum svo glataðar.
Þó svo ég sem móðir 4 bekkinga eigi ekki tengdadóttur þá gildir það ekki um alla. Það er sko komið kærustupar í bekkinn hans SÁ. " og þau eiga bara einn dag eftir , þá eru þau búin að vera kærustupar í heila viku " sagði SÁ og fannst þetta frekar heimskulegt.
Umræðan um kærustuparið tók svo undarlegan vinkil því hinn sonurinn ( sem sagði að það væri ekkert kærustupar í sínum bekk ) tilkynnti að stelpa hefði einu sinni slegið sig utan undir Bekkjarsystur hans fannst ástæða til að slá hann utan undir í danstíma í skólanum, því hann dansaði bara alls ekki nógu vel. Fótafimin hjá syninum hlýtur að hafa verið afar slæm því ég veit ekki betur en að umrædd bekkjarsystir sé að öllu jöfnu ljúf og teljist langt frá því að vera ofbeldishneigð.
Frí hjá bræðrum í skólanum í dag og eftir körfuboltaæfingu fóru þeir út að renna. Síðasti séns því samkvæmt veðurspá rignir snjónum burt á morgun.
Um bloggið
kona á besta aldri
248 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.