sumir útskrifast í vor.

Sá stóri fær óvenjulegan póst þessa dagana og sækir óvenjulega fundi. - í dag kom t.d bréf frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og svo tilkynning um háskóladaga sem eru 19 feb.  Áður en hann kom heim var hann búinn að fara á kynningu hjá nemendum og kennara í dönskum tækni(há)skóla.  Maðurinn er greinilega tilvonandi útskriftarnemandi og fær póst samkvæmt því.  Framundan eru svo fundir með útskriftarhópnum en tilvonandi píparar stefna á dimmiteringu og eins að gera sér glaðan dag að sveinsprófi loknu. W00t

Það þarf meira en gjósandi Eyjafjallajökul til að drepa niður löngun norska bróður til að koma á Hammond.  Þeir sem þekkja til vita af hremmingum norska bróður og frú í fyrra.  En spurning hvort hvíli álög hr Bergen og eldgosum eða hvort sé um tilviljun að ræða.  Norski bróðir var ekki fyrr búin að láta í ljós löngun sína og ýja afar fínlega og varlega í að það væri pínulítill möguleiki að hann kæmi á Hammond þetta árið þegar jörð fór að titra

sjá " Í Dagbladet og NRK er sagt frá því að það sé trúlega að fara að gjósa á Íslandi. Ég veit ástæðuna, það er farið að styttast í Hammondhátíð á Djúpavogi og ég var búinn að orða það að ég ætlaði að koma."

Ég bakaði meinholla orkuklumpa áðan - svo trefjaríkir að ég er að spá í að setja aðvörunarmiða á dallinn.  " Ef þú drekkur ekki nóg af vatni með þessu þá máttu búast við harðlífi "

Kjúklingasúpa ( með gulrótum, maís, kjúklingi og núðlum ) og heimabakað heilhveitibrauð með lyftidufti í matinn.

Veðurspáin á yfirsnúningi og búið að aflýsa skólasundi á morgun ( enda útilaug ) vegna veðurs - spurning hvort það verður skóli eða ekki !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband