"I just had sex "

"and it felt so good"  - syngja 9 ára unglingarnir  í tíma og ótíma þessa dagana.  - Ég get ekki að því gert að mér þykir þetta hálf óþægilegt ( og óviðeigandi ) þó svo ég viti fullvel að ekkert annað býr að baki en þetta lag.   

Ég kemst alltaf betur og betur af því að bræður eru mun lífsreyndari en ég hélt.  Gamla risaeðlan ég  Pinch.   Fjölskyldan sat fyrir framan sjónvarpið í gær og á skjáinn kom mynd af konu sem sat á baðkarsbrúninni inni á baðherberginu og horfði með ótta og hræðslu á lítinn staut sem hún var með í hendinni.

" Er hún að athuga hvort hún er ólétt  ?"  spurði strákur

" Já " sagði ég ( brá samt örlítið yfir því að strákur vissi hvað óléttupróf væri )  

Í sama bili er sýnt framan á stautinn  og ég ákveð að bæta við þekkinguna á óléttuprófum hjá syninum

" Ef það kemur blátt merki þarna þá þýðir það að hún er ólétt " sagði ég " ef það kemur ekkert þá er hún ekki ólétt "

Sonurinn var nú ekki alveg sáttur  -  " Ef það kemur plús, þá er hún ólétt, ef það kemur mínus þá er hún ekki ólétt " sagði hann ákveðinn.

Ég varð eiginlega kjaftstopp - gat ekki rökrætt við drenginn enda hef ég afskaplega takmarkaða reynslu af óléttuprófum.  Sem betur fer var óléttuprófið horfið af sjónvarpsskjánum og við mæðginin tókum þetta út af dagskrá.

Aldursforsetinn á heimilinu gengur um með gifsaða hendi í fatla.  Crying  Á þriðjudagsmorguninn þegar hann er búinn að leggja bílnum á bílastæðið í skólanum býðst hann til að aðstoða konu sem er búin að festa bílinn sinn í snjó.  Hann ýtir og togar en ekkert gengur - þá kemur þar að maður sem býðst til að aðstoða líka.  Hinn nýkomni sest undir stýri og tekst ekki betur upp en svo að minn maður fær mikinn hnykk(tog) á hægri  hendina.  Dagurinn líður, við foreldrarnir förum á árshátíð í skólanum þar sem bræður sýna danshæfileika sína, annar í línudansi og hinn í rúmbu.  Þeim Stóra verkjar meira og meira í hendina - drífur sig til læknis - og kemur til baka með hendina í risastóru og klunnalegu gifsi.  Bein í handleggnum sprungið.

Eftir svefnlausa nótt þar sem gifsið gerði ekki annað en að auka á verkina og vanlíðanina fórum við á Bráðavaktina í Kef þar sem gifshlunkurinn var tekinn af og léttara gifs - sem studdi við hendina - sett á auk þess sem hann fékk fatla til að hvíla hina gifsuðu hendi.

Sá stóri er því næstum kominn í sama pakka og fyrir rúmu ári síðan, getur ekki baðað sig sjálfur, ekki skorið kjötið sitt sjálfur og þarf aðstoð við að klæða sig sjálfur.  Svo getur hann ekki keyrt.  Til að kóróna þetta þá er hann búinn að vera með auman og bólginn háls í rúma viku.  Við fórum á læknavaktina á Smáratorgi í gær - hann kom út með svæsna sýkingu í hálsi og eyra og stóra skammt af pensilíni til að eta á næstu dögum. Sick

En við notuðum jólagjöfina frá þeim norsku og hafnfirsku í gær - og eigum nú nýja diska, skálar, bolla og glös.  Eftir 12 ára sambúð erum við því hætt að nota leirtauið sem við komum með í búið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja eiginmaðurinn en táningarnir væntanlegu bæta þetta nú upp.Gangi ykkur vel með lífið og tilveruna og hækkandi sól.

 .

Hafdís. (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband