Ekki minn dagur í eldhúsinu

Seinnipartinn í gær ákvað ég að baka brauð, nánar tiltekið maltbrauð sem ég hef bakað nokkrum sinnum áður.

Ég gerði eina uppskrift ( þetta er stór hleifur sem er bakaður í einu lagi ) og meðan hann var í ofninum ákvað ég að hnoða í aðra.

Eitthvað hef ég feilreiknað bökunartímann því fyrri hleifurinn var hrár í miðjunni - vantaði slatta upp á að vera bakaður. Crying

Seinni hleifurinn var betri en samt ekki full bakaður   - með því að skera utan af honum þá náðist nóg brauð til að hafa með kakósúpunni sem var á boðstólum þetta kvöldið.

Eftir tvær fullar skálar af súpu, með þeyttum rjóma og bruðum tilkynnti annar sonurinn að amma á Djúpavogi gerði rosalega góða kakósúpu.  " Hún er nú eiginlega best " en hefur sennilega þótt svipurinn á mér eitthvað skrýtinn því hann var fljótur að bæta við " en þín súpa er sko næstbest "

12 sept 2011 var EKKI minn dagur í eldhúsinu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahhahahahahahahahhahahaahhahhhahahhahahaha a ad vera ad vinna...en of upptekin vid ad hlæja ad blogginu tinu!

Norska lata magkonan (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 14:00

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir fallega kveðju

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband