Styttist í sumarfrí hjá bræðrum

Bræður telja dagana þar til kemur að sumarfríi. Eru samt andlega löngu hættir í skólanum, vilja vaka fram á kvöld og annað hvort horfa á sakamálaþætti í sjónvarpinu eða vera úti eftir kvöldmat og leika.

Uppstigningardagur ( og frí í skólanum ) á fimmtudag. Starfsdagur (og frí í skólanum ) á föstudag. Svo helgarfrí og ekki mæting í skólann fyrr en kl 10 - því það eru komin próf

. Bræður voru kyrrsettir heima að læra fyrir íslenskupróf í smá stund um helgina. Annnar sonur átti að vera að lesa sögu um miskunnsama samverjann

" mamma, A (bekkjarsystir) segir að maður fái að skera í rottu eða músarheila þegar maður kemur í níunda bekk " - umrædd bekkjarsystir á reyndar systkini í nínuda bekk svo eflaust er þetta rétt en ef þetta er ekki merki um að áhuginn fyrir heimalærdómi ( og miskunnsama samverjanum ) sé enginn þá veit ég ekki hvað 

norski bróðir og fjölskylda á Íslandi.  Ekki náði ég að hitta þau svo viðkynning við nýja fjölskyldumeðliminn bíður betri tíma.  Sem betur fer er sú stutta farin að vilja spjalla á skype svo ég reyni að hemja mig þar til ég fæ að strjúka fallegu krullurnar hennar.   En til að taka af allan vafa þá langar mig líka að hitta foreldra hennar !  ÞIÐ ERU EKKI DOTTIN ÚR TÍSKU OG GLEYMD  bara svo það fari ekki á milli mála.

í staðinn fyrir að bruna austur og eyða smá tíma með foreldrum og systkinum sat ég á bekk í íþróttahúsinu við Ásbrú ( gamla hersvæðið ) og horfði á bræður  - ásamt fleiri börnum og fullorðnum - sparka og slá út í loftið.  Það voru æfingabúðir í taekwondo og þeir sem mættu þar og stæðu sig vel yrðu verðlaunaðir með nýju belti.

( Beltin segja til um hversu langt einstaklingurinn er kominn í íþróttinni ) 

Bræður höfðu bæði gagn og gaman af og komu heim afar glaðir með nýtt (gult) belti eftir næstu æfingu. 

Næstum komið alvöru pallaveður - garðhúsgögnin komu ekki vel undan vetri og bóndinn búinn að dunda sér við að pússa og bera á um helgina. - Veðurspáin alveg ljómandi fyrir næstu helgi.  Þá fer maður örugglega út á pall. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

206 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1452

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband