verð að herða mig í blogginu

Ef ég ætla að vera duglegri að blogga en í fyrra Blush 

Svo það er best að byrja á veðrinu.

það er ekki eins og það sé janúar á Íslandi -  Auð jörð og 5 stiga hiti í dag.  Ég og bræður erum búin að fara út að hjóla aðeins í dag og þeir hafa oftast  farið hjólandi í skólann.

Bræður halda áfram að æfa taekwondo og nú er mamman komin í stjórn deildarinnar. - bræður búnir að fara í æfingabúði og keppa í janúar.  Komu heim með nokkur bronsverðlaun hvor og ánægðir með það.  Besti vinur kom heim með gull í sínum flokki og að sjálfsögðu afar stoltur af því.

Foreldraviðtöl í gær og ekkert nema hamingja með það.   - eða þannig.   Bræðrum gengur báðum vel og kennarar ánægðir með þá báða.  Annar kennarinn þó ánægðari en hinn Joyful  Hugarfar bræðra til skólans er þó óbreytt og þeir eru t.d. afar hamingjusamir með starfsdaginn sem er á mánudag.  List og verkgreinar eru sýnu skemmtilegastar.   

Það sem stendur upp úr janúarmánuði er sú staðreynd bræður eru komnir í sitt hvort herbergið.  Frá getnaði  og þar til núna hafa þeir nánast óslitið deilt svefnrými með öööööfáum undantekningum.   Sá sem sefur í "ömmuherbergi " sefur á svefnsófanum sem var þar fyrir og veit að ef það koma gestir þá þarf hann að láta gestunum rúmið eftir og gista inni hjá bróður sínum.

Sá sem varð eftir í gamla herberginu - svaf að sögn " eins og engill" í " nýja" rúminu í nótt.    

 Við, þessi gömlu, erum bara í sama gír og venjulega - helst að við þurfum bæði að komast í klippingu Whistling

Komin dagskrá og tímasetning á Hammond 

 

P.S  gleymdi að minnast á Icesave - þurfum víst ekki að borga Wizard 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband