þegar maður stendur sig ekki í stykkinu sem foreldri

Ég var kvefuð, þreytt og illa fyrirkölluð í gærkvöldi.  Hreint út sagt.  Hefði viljað henda foreldrahlutverkinu út um gluggann , hafði enga löngun til að reka á eftir bræðrum að fara í rúmið rúmlega 21.00 , heldur skreið upp í sófa, undir teppi og fannst ég eiga það fullkomlega inni að horfa á einn af uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum í friði.

Bræður fylgdust með þeim Stóra í PS3 svo ég hafði stofuna út af fyrir mig. 

þegar klukkan er rúmlega 21,30  verð ég þó vör við að bræður eru farnir að brasast í herbergjum og baðherbergi.  Ég spáði þó ekki mikið í það enda í miðjum dramaþætti.  Svo kemur annar sonurinn fram til mín, kominn í náttbuxur og segir með dálítinni ásökun í röddinni.

" mamma " veistu ekki að klukkan er orðin 21,40 ? 

ég sagðist alveg vita það en spurði til baka  " og hvað með það "  ?

Hann þagði smástund og bjóst greinilega við öðru svari  eins og  " þúátt að fara að sofa, sérðekki hvað klukkaner orðin " - en settist í sófann og horfði smá stund á sjónvarpið en gaut augunum á mig öðru hvoru.  5 mínútum seinna stóð hann svo upp, setti hendurnar á mjaðmir og tilkynnti að hann væri að fara að sofa, og hann vildi að ég kæmi strax ( þó svo væri að horfa á sjónvarpið ) til að breiða sængina yfir hann.

Ég stóð upp, fór í foreldragírinn og breiddi að sjálfsögðu sængina vel yfir stráksa.  Sótti meira að segja teppi líka þar sem honum var orðið kalt.  Spurði hann í leiðinni hvort honum fyndist ég vera ábyrgðarlaust foreldri að senda hann ekki í rúmið.  " Já eiginlega " sagði hann og glotti örlítið.  Var fljótur að sofna.

Áður en ég skreið upp í sófann aftur þá kíkti ég á hinn soninn sem var sofnaður í sínu herbergi og hvaði þurft að breiða sængina ofan á sig sjálfur. Blush  Ég breiddi betur ofan á hann og lofaði sjálfri mér því að standa mig betur næsta kvöld.  

Mér þykir nefnilega rosalega vænt um að tilvonandi 12 ára gelgjutöffaraunglingarnir mínir vilji ennþá að mamma gamla breiði sængina ofan á sig og bjóði þeim góða nótt.   Vonandi verður það sem lengst InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

221 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband